A-Húnavatnssýsla

Mikið að gera og viðtökurnar frábærar :: Harbour restaurant & bar á Skagaströnd

Í sumar opnaði á Skagaströnd huggulegur lítill veitingastaður Harbour restaurant & bar sem staðsettur er í gömlu iðnaðarhúsi á höfninni. Eigendur eru tvenn hjón sem ákváðu að bíða ekki eftir því að aðrir opnuðu slíkan stað á Skagaströnd, tóku málin í eigin hendur og létu drauminn rætast. Feykir hafði samband við eitt þeirra, Birnu Sveinsdóttur, og forvitnaðist lítillega um ævintýrið á bryggjunni.
Meira

Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins skorar á forsætisráðherra að segja af sér

Stjórnarskrárfélagið fordæmir framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu og skorar á forsætisráðherra að taka fulla ábyrgð á þeirri afstöðu sinni að greiða atkvæði með því að nýliðnar alþingiskosningar skyldu standa, þrátt fyrir alvarleg brot á kosningalögum. Í ljósi atburða síðustu daga skorar félagið á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að segja af sér ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að með staðfestingu kosninganna hafi Ísland gerst brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.
Meira

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skipuð

Ríkisráð kom saman til tveggja funda á Bessastöðum í gær en á fyrri fundinum veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fyrsta ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur lausn frá störfum. Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur var svo skipað á seinni fundinum þar sem forseti undirritaði einnig úrskurð um skiptingu starfa ráðherra sem er með eftirfarandi hætti:
Meira

Skólabörn í Blönduskóla fengu fulltrúa frá slökkviliðinu í heimsókn

Á heimasíðu Blönduskóla á Blönduósi segir af því að nemendur í þriðja og fjórða bekk hafi síðastliðinn föstudagsmorgun fengið heimsókn frá Ingvari slökkviliðsstjóra og Birnu slökkviliðsmanni en Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur um árabil staðið fyrir eldvarnaátaki meðal landsmanna í aðdraganda jólanna.
Meira

Stefán Vagn og Bjarni auðvitað í kolvitlausum flokkum!

Margir Skagfirðingar hafa væntanlega rekið augun í mynd sem birtist á samfélagsmiðlum í vikunni af fjórum reffilegum Alþingismönnum sem stilltu sér upp saman til myndatöku. Allir eru þeir Króksarar en Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson búa báðir á Sauðárkróki en hinir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, að sjálfsögðu sprungulausir Króksarar þó þeir búi sunnan heiða.
Meira

Kostnaður við málefni fatlaðs fólks að sliga sveitarfélög á Norðurlandi vestra :: Uppfært

Húnaþing vestra ræður ekki við þátttöku í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra undir óbreyttum formerkjum. Málaflokkurinn er á ábyrgð ríkisins en Sveitarfélagið Skagafjörður leiðandi sveitarfélag verkefnisins. Gríðarlegur hallarekstur er vegna málaflokksins sem rekja má til afleiðingar Covid-19 faraldursins og stytting vinnutíma hjá vaktavinnufólki.
Meira

Góð aflabrögð og aukin umsvif um Skagastrandarhöfn

Í frétt á vef Skagastrandar er sagt frá því að á árum áður hafi tíðkast að Norðlendingar hafi yfirgefið heimili sín og fjölskyldur og farið á vetrarvertíð suður með sjó. „Húsmæður sátu eftir og gættu bús og barna yfir erfiðasta tíma ársins. Skagstrendingar bjuggu lengi við slíkar aðstæður,“ segir í fréttinni en í haust hefur þetta snúist við. Nú eru það Suðurnesjamenn, ásamt fleirum, sem nýta Skagastrandarhöfn umtalsvert til landana.
Meira

Húfan úr rústum Þingeyraklausturs reyndist vera hið snotrasta höfuðfat

Feykir sagði frá því í ágúst að við uppgröft í rústum Þingeyraklausturs hafi rannsóknaraðilar komið niður á merkilega gröf sem talin var tilheyra Jóni Þorleifssyni, klausturhaldara á Þingeyrum, sem lést árið 1683. Gullhringur og höfuðfat fannst í gröfinni og nú hefur húfan sem fannst verið hreinsuð og forvarin.
Meira

JólaFeykir mættur ferskur – fjölbreyttur og fínn

Þá er JólaFeykir 2021 kominn úr prenti; samsettur, heftaður og fínn og er drefing á blaðinu þegar hafin. Einhverjir ættu að fá hann inn um póstlúgina í dag og vonandi verður hann kominn á sína áfangastaði að mestu fyrir helgi. Blaðinu er dreift í öll hús á Norðurlandi vestra og svo fá áskrifendur utan svæðisins að sjálfsögðu blaðið sent. Vonandi á JólaFeykir eftir að kæta lesendur og koma fólki í örlítinn jólagír nú í upphafi aðventunnar.
Meira

Píratinn, Jón Þór Ólafsson, kærir oddvita yfirkjörstjórnar Norðvestur fyrir mögulegt kosningasvindl

Fyrrum þingmaður Pírata, Jón Þór Ólafsson, hefur kært framkvæmd atkvæðatalningar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningum, sem fram fóru í haust, til lögreglu. Telur hann mögulegt að lögbrot hafi verið framið af hálfu yfirkjörstjórnar og byggir kæran á lýsingu málsatvika í greinargerð undirbúningsnefndar Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa (URK) og opinberum upplýsingum sem lögreglan sendi nefndinni.
Meira