A-Húnavatnssýsla

Foreldrafélagið færir leikskólanum Barnabæ góða gjöf

Foreldrafélag Barnabæjar gaf leikskólanum Barnabæ alls 220 segulkubba nú á dögunum. Í frétt á vef Blönduósbæjar segir að um sé að ræða Magna Tiles kubba sem eru mjög vinsælir hjá 3ja ára og eldri en segulkubbarnir eru tilvaldir til að efla sköpunargáfu barnanna, vísindi, tilraunir, stærðfræði og fleira.
Meira

Stígandi kaupir Húnabraut 29 á Blönduósi

Húnahornið segir frá því að nýlega var undirritaður samningur milli Ámundakinnar ehf. og Trésmiðjunnar Stíganda ehf. um kaup Stíganda á húsinu að Húnabraut 29 á Blönduósi. Viðskiptin eiga sér nokkurn aðdraganda og eru hugsuð til að treysta rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn betur. Rekstur Stíganda flest undanfarin ár hefur skilað jákvæðri niðurstöðu og er verkefnastaðan góð um þessar mundir og horfur eru á að svo verði áfram næstu misserin.
Meira

Hertar aðgerðir vegna Covid-19 – Sautján smitaðir á Norðurlandi vestra

Enn förum við halloka í baráttunni við vágestinn Covid-19 og í morgun ákvað ríkisstjórnin, í samráði við sóttvarnaryfirvöld, að herða þyrfti enn frekar á samkomutakmörkunum. Frá og með miðnætti verða almennar fjöldatakmarkanir miðaðar við 50 manns en með notkun hraðprófa verður heimilt að efna til viðburða með að hámarki 500 manns í sóttvarnahólfi.
Meira

Heilbrigðisstofnunum úthlutað 350 milljónum króna til tækjakaupa og tæknilausna

Á heimasíðu stjórnarráðsins segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að úthluta af safnliðum fjárlaga 270 milljónum króna til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og 80 milljónum króna til tæknilausna sem nýtast í þágu aldraðra sem búa heima en bíða eftir hjúkrunarrými og þurfa á mikilli þjónustu að halda. Heilbrigðisstofnun Vesturlands fær 70 m.kr. og Heilbrigðisstofnun Norðurlands 50 m.kr.
Meira

Sinnir öllu sem til fellur og viðkemur landgræðslu á Norðurlandi vestra

Skógræktin og Landgræðslan óskuðu eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins í haust og nú er komið að uppskerunni. Biðlað var m.a. til fólks á Norðurlandi vestra að safna fræi og nú hefur héraðssetrinu á Norðurlandi vestra borist heilmikið af birkifræi sem væntanlega á eftir að koma sér vel í íslenskri náttúru. Feykir lagði leið sína til Ingunnar Söndru Arnþórsdóttur, héraðsfulltrúa Landgræðslunnar, en aðsetur hennar er á Sauðárkróki.
Meira

Bárukliður frá Blönduósi

Þessar fyrstu vetrarvikur njóta orlofsdaga við Blönduós, hjón komin sunnan af Selfossi, áttu sumarið sitt uppi á Skeiðum, einnig orðin amma og afi en sú kynslóð notar síður þetta vinnutengda orð, orlof.
Meira

Mótmæla harðlega hækkunum Póstsins

Félagsfundur Samfylkingarinnar á Vestfjörðum, haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, miðvikudaginn 10. nóvember 2021, mótmælir harðlega þeim hækkunum Póstsins sem settar eru á landsbyggðina með nýrri gjaldskrá sem tók gildi 1. nóvember sl.
Meira

Utís menntaráðstefnan haldin á Sauðárkróki í sjötta sinn

Síðastliðinn föstudag fjölmenntu kennarar og skólastjórnendur á Utís menntaráðstefnuna á Sauðárkróki sem Ingvi Hrannar Ómarsson hefur veg og vanda af. Að þessu sinni mættu um 190 kennarar og skólastjórnendur frá u.þ.b. 70 skólum landsins til leiks en níu erlendir fyrirlesarar og þrír íslenskir voru með fyrirlestra og vinnustofur. Ráðstefnan stóð yfir í þrjá daga og tókst með miklum ágætum.
Meira

Hroki, öfund og reiði – Leiðari Feykis

„Guð býr í glötuninni amma,“ söng Megas forðum daga og jafnvel var hann í gaddavírnum líka. Þá get ég ekki annað en látið mér detta í hug að Guð sé einnig á Facebook. Og ef hann er á Facebook er Djöfullinn ekki langt undan, því þeir tveir eru meira teymi en við gerum okkur almennt grein fyrir.
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra er 10. nóvember

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn á netinu miðvikudaginn 10. nóvember á milli klukkan 15-17. Það eru Fagráð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem standa að Haustdeginum. „Það er komin ágætis hefð á að ferðaþjónustan á Norðurlandi vestra taki stöðuna „síðla hausts“ og velti upp ýmsu, sem er greininni mikilvægt. Þó að ekki hafi þótt ára fyrir samkomufund í þetta skiptið viljum við halda þessum góða sið,“ segir á vef SSNV.
Meira