A-Húnavatnssýsla

Síðasti Feykir ársins veglegur að vanda

Í dag rann úr prentvél Nýprents síðasti Feykir ársins 2021 og er blaðið þegar farið í dreifingu. Um er að ræða svokallað jólakveðjublað og blaðið því yfirfullt af jólakveðjum, auglýsingum og vonandi efni sem glatt getur lesendur.
Meira

Í desember - Jólalag dagsins

Nýjasta jólalag í heimi, alla vega í Skagafirði, er jólalag dagsins hér á Feykir.is „Glænýtt! Skagfirskt og samið í byrjun desember,“ segir höfundurinn Brynjar Páll Rögnvaldsson, tónlistarmaður á Sauðárkróki.
Meira

Leikur tungl við landsins enda

Það fer ekkert mikið fyrir þeim hvíta þessa dagana (nema á skíðasvæðinu í Tindastólnum) og skammdegið því enn drungalegra en ella. Veðurstofan virðist gera ráð fyrir minniháttar hitabylgju fram yfir helgi með tilheyrandi sunnanáttum og eru því talsverðar líkur á rauðum jólum að þessu sinni.
Meira

Fróðleikur úr fjöllunum og magnaðar myndir :: Hvammshlíðardagatal 2022 komið út

Enn á ný má finna hið skemmtilega dagatal Karólínu í Hvammshlíð sem, auk þess að halda manni við réttu dagana, er jafnan fræðandi og prýtt fjölda mynda.
Meira

Bjarni Jóns berst fyrir bundnu slitlagi á Blönduósflugvöll

Húnahornið greinir frá því að Blönduósflugvöll hafi borið á góma á Alþingi í gær. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi minnti þá á mikilvægi vallarins fyrir sjúkraflug og benti á að ekki væri búið að ljúka því verki sem byrjað var á til að hann geti gegnt öryggishlutverki sínu fyrir svæðið. Vísaði Bjarni til þess að ljúka þyrfti lagningu bundins slitlags á völlinn og að slík framkvæmd gæti kostað 40-70 milljónir króna. Skoraði hann á samgönguyfirvöld að sjá til þess að það yrði gert.
Meira

Sveinkar skottuðust um skrifstofur sveitarfélagsins á Skagaströnd

Það er bullandi vertíð hjá jólasveinunum eins og lög og reglur gera ráð fyrir á þessum árstíma. Þeir kappar mættu eldhressir á skrifstofur sveitarfélagsins á Skagaströnd í gærmorgun. „Þeir eru nú þekktir fyrir að vera hinir mestu ólátabelgir og skottuðust þeir hér um húsið og heilsuðu upp á verktakana sem að vinna hörðum höndum að endurbótum á Túnbrautinni,“ segir í frétt á vef Skagastrandar.
Meira

Samstarf Kormáks og Hvatar í meistaraflokki karla tryggt

Fulltrúar frá Ungmennafélaginu Kormáki og frá Ungmennafélaginu Hvöt funduðu í gærkvöldi um þá stöðu sem sameiginlegt meistaraflokkslið karla í knattspyrnu var komið í en Feykir sagði frá því fyrir helgi að slitnað hefði upp úr tíu ára samstarfi félaganna.
Meira

17,2 milljarðar í framlög vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2021

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endanlegt skiptihlutfall vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2021. Áður hafa verið gefnar út tvær áætlanir fyrir árið. Áætlað er framlög ársins 2021 nemi rúmum 17,2 milljörðum króna.
Meira

Fullt hús stiga á Jólin heima

Jólatónleikarnir Jólin heima voru haldnir fyrir fullum sal í Menningarhúsinu Miðgarði sl. laugardagskvöld, haldnir af ungu skagfirsku tónlistarfólki sem áður höfðu haldið jólatónleika á síðasta ári í netstreymi. Til að gera langa sögu stutta tókust tónleikarnir afar vel og fá fullt hús stiga.
Meira

Vilja að stjórnvöld framlengi átakið Allir vinna út árið 2022

Húnahornið segir frá því að stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafi skorað á ríkisstjórnina að framlengja gildistíma á verkefninu „Allir vinna“ út árið 2022. Að mati stjórnar SSNV hefur verkefnið skilað góðum árangri og skapað aukna atvinnu í kjölfar Covid-19. Fjölmargir hafi ráðist í framkvæmdir við fasteignir sínar og nýtt sér þann afslátt af virðisaukaskatti sem verkefnið felur í sér.
Meira