A-Húnavatnssýsla

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundaði með lögreglunni á Norðurlandi vestra

Á dögunum fékk lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra, góða heimsókn er almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kom til fundar með embættinu og öllum þeim aðilum og einingum sem á Norðurlandi vestra tengjast almannavörnum á einn eða annan hátt. Góð mæting var á fundinn og góður rómur að honum gerður, eftir því sem kemur fram á Facebook-síðu embættissins.
Meira

Ekki samstaða um sameiningarviðræður í Skagabyggð

Húnahornið greinir frá því að sveitarstjórn Skagabyggðar hafiá fundi sínum þann 3. nóvember sl. ákveðið að ekki væri samstaða innan sveitarstjórnarinnar til að hefja formlegar sameiningarviðræður við Sveitarfélagið Skagaströnd. Sveitarfélagið Skagaströnd hafði á fundi sínum þann 20. október ákveðið að óska eftir formlegum viðræðum við Skagabyggð.
Meira

Reyna að koma í veg fyrir frekari smit hjá Lögreglunni

Mbl.is vakti athygli á því í morgun að heil vakt lögregluþjóna á Sauðárkróki hafi þurft að fara í sóttkví eftir að einn þeirra mætti til vinnu smitaður af Covid-19. Birgir Jónasson, lögreglustjóri, segir í sambandi við Feyki að verið sé að reyna að leysa málið innan þeirra vébanda og telur utanaðkomandi aðstoð ekki þurfa til.
Meira

Freyja kom í heimahöfn á Siglufirði um helgina

Varðskipið Freyja lagðist að bryggju á Siglufirði á laugardag eftir fimm daga siglingu frá Rotterdam. Í frétt á síðu Landhelgisgæslunnar segir að fjölmargir hafi lagt leið sína á Hafnarbryggjuna á Siglufirði til að berja skipið augum þegar það kom til hafnar í fylgd varðskipsins Týs, þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Meira

Ráðherra opnaði kortavefsjá sem sýnir skurðaþekju Íslands

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði fyrir helgi nýjan upplýsingavef Landgræðslunnar um votlendi og áhrif framræslu þess á lífríki og losun gróðurhúsalofttegunda. Á vefnum er einnig að finna nýja kortavefsjá sem sýnir legu skurða á landinu og byggir hún á upplýsingum frá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Meira

Athugasemdir við vinnulag undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa

Við undirrituð, öll kærendur vegna alþingiskosninga þann 25. september, viljum vekja athygli á því hversu mikil og ónauðsynleg leynd hvílir yfir fundum undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa. Nefndin hefur starfað í einn mánuð og haldið amk. 22 fundi. Einungis tveir af þessum fundum hafa verið opnir, hvor tveggja fundir með sérfræðingum frá lagadeildum háskólanna. Allir aðrir fundir hafa verið lokaðir og engar efnislegar upplýsingar að finna í fundargerðum. Fjölmargir hafa verið boðaðir til funda með nefndinni, þ.m.t. allir kærendurnir sextán og fjölmargir málsaðilar. Þar má helst telja meðlimi í landskjörstjórn, meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, starfsmenn Hótel Borgarness, fjölmarga umboðsmenn stjórnmálasamtaka auk fleira fólks.
Meira

Tíu eru nú í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid-19

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra nú fyrir stundu segir að því miður sé Covid-19 komið aftur á stjá og það af nokkrum krafti. „Smit eru að greinast í flest öllum umdæmum landsins og þrátt fyrir að ekki séu smit í öllum póstnúmerum okkar hér á Norðurlandi vestra þá mega íbúar umdæmisins ekki gleyma sér á verðinum,“ segir í tilkynningunni en í meðfylgjandi töflu má sjá að smit eru í fimm póstnúmerum af 14 á Norðurlandi vestra.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Undornfell í Vatnsdal

Landnáma minnist á bæinn: „Þórir (Ingimundarson) hafði goðorð ok bjó at Undurnfelli“ (132). Vatnsdæla (66) veit betur: „Þórir hafrsþjó bjó at Nautabúi; þat heitir nú at Undunfelli.“ Þar hefir því verið nautabú Ingimundar goða. Forliður nafnsins brenglast svo á ýmsa vegu, en bendir þó furðumikið á upprunanafnið: Árin 1344: Undon- (DI. IV. B.). 1360: Undan- (DI. III. B.). 1394: Unden- og Undin- (DI. III. B.). Á 16. öld mun fyrst fara að votta fyrir Undir- en fyrri ekki (sbr. DI. II. 477, 489 [l429] o. v.). Undorn (eða undurn) var eyktamarksheiti í fornmáli.
Meira

Enn herðir að vegna Covid

Ríkisstjórnin fundaði í morgun í kjölfar þess að nýr minnismiði barst heilbrigðisráðherra frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í kjölfar töluverðrar uppsveiflu í Covid-smitum. Ákveðið var að herða á samkomutakmörkunum landsmanna og meginatriðin er að skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, fjöldatakmarkanir verða 500 manns og veitingastöðum með vínveitingaleyfi verður skylt að loka tveimur tímum fyrr en nú.
Meira

Brottfluttir Blönduósingar gefa út ballöður

Þér fylgja englar er fyrsta lagið sem hljómsveitin Löður sendir frá sér, dúett skipaður brottfluttu Blönduósingunum Maríu Ólafs söngkonu og Einari Erni Jónssyni sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Í svörtum fötum.
Meira