A-Húnavatnssýsla

Hvað er jákvæð sálfræði?

Síðastliðinn vetur átti ég því láni að fagna að vera í námsleyfi og stunda nám í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands. Ég hef orðið vör við nokkra mistúlkun á því hvað jákvæð sálfræði felur í sér og er gjarnan spurð hvort það sé til neikvæð sálfræði, hvort ég sé þá alltaf jákvæð eða kannski í Pollýönnuleik? Mig langar því að koma hér á framfæri stuttri kynningu á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði þar sem ég tel, fyrir utan að svara áðurnefndum spurningum, að hún eigi erindi til allra og geti stuðlað að aukinni vellíðan fyrir þá sem áhuga hafa, ekki síst á tímum sem þessum.
Meira

Nemendur í Höfðaskóla hlutskarpastir í stuttmyndakeppni

Í nóvember stóð yfir stuttmyndakeppni á landsvísu fyrir 8. -10. bekkinga og var þemað kvikindi í hvaða formi sem er. Nemendur unglingastigs í Höfðaskóla á Skagaströnd unnu með ævintýraþema í nóvember og þótti því tilvalið að hafa eitt verkefnið sem stuttmynd sem væri þá hægt að skila inn í keppnina. Sagt er frá þessu á vef Höfðaskóla.
Meira

Jólamót Molduxa er mótið sem fer ekki fram

Molduxar munu að venju standa fyrir Jólamóti Molduxa í körfubolta nú um jólin og það í 27. skipti. Mótið verður þó með breyttu sniði því það mun ekki fara fram, í það minnsta ekki í raunveruleikanum. Ágóðinn af mótunum hefur runnið til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem margir vilja styrkja með ráð og dáð og Molduxar deyja ekki ráðalausir frekar en fyrri daginn. Hægt verður að skrá lið til leiks og borga þátttökugjald sem rennur til Kkd. Tindastóls en í stað þess að spila körfubolta í Síkinu geta þátttakendur t.d. hvílt sig heima eða farið út að ganga.
Meira

Ekkert flug milli Akureyrar og Amsterdam í vetur

Ekkert verður af fyrirhuguðum flugferðum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel í vetur. Áætlun gerði ráð fyrir 10 flugferðum frá Amsterdam til Akureyrar í febrúar og mars 2021, en vegna heimsfaraldurs Covid-19 munu þær falla niður.
Meira

Ólöglegt varnarefni í 5-kornablöndu

Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af 5-kornablöndu frá Svansö sem Kaupfélag Skagfirðinga flytur inn. Varnarefnið etýlen oxíð greindist í vörunni sem er ekki leyfilegt til notkunar í matvæli. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Meira

Styrkir til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Styrkir hafa verið veittir úr stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða. Tvö verkefni á Norðurlandi vestra hljóta styrk á árinu 2021. Þetta kemur fram á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Hraðallinn Hugsum hærra fyrir fyrirtæki í rekstri

Ráðgjafafyrirtækið Senza, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, og Vestfjarðarstofa standa fyrir hraðlinum Hugsum hærra fyrir fyrirtæki á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Í hraðlinum fá starfandi fyrirtæki sem vilja hugsa hærra aðstoð við að vinna fjárfestakynningar, móta stefnu og ramma inn viðskiptaáætlun. Sérstök áhersla er lögð á að styrkja fyrirtæki í gerð umsókna í nýsköpunarsjóði.
Meira

Umferð á Norðurlandi dróst saman um 40% milli ára

COVID-19 og meðfylgjandi takmarkanir hafa alls konar áhrif og breytingar í för með sér. Talsverð áhersla hefur t.a.m. verið lögð á að fólk stilli ferðalögum í hóf og þess ber augljóslega merki þegar umferðartölur eru skoðaðar. Þrátt fyrir ágætis ferðaveður í nóvember reyndist umferðin um Hringveginn 21,5% minni en fyrir ári en mestur varð samdrátturinn á Norðurlandi, eða tæplega 40%.
Meira

Rabb-a-babb 193: Guðmundur Haukur

Nafn: Guðmundur Haukur Jakobsson. Fjölskylduhagir: Giftur Kristínu Ósk Bjarnadóttir og eigum fjórar frábærar dætur og sýnishorn af hundi, Chihuahua. Starf / nám: Ég er lærður matreiðslumaður, er pípulagnameistari, á og rek N1 píparann á Blönduósi ásamt mági mínum. Er oddviti og formaður bæjarráðs á Blönduósi og hef séð um rekstur Félagsheimilisins á Blönduósi með frúnni í nokkur ár. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Veiðistöngin og bryggjan var nú vinsælt combo, a.m.k. yfir sumartímann.
Meira

Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá fimmtudegi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti fyrir stundu um breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi næstkomandi fimmtudag og munu gilda í rúmar fjórar vikur eða til 12. janúar. Áfram verða tíu manna fjöldatakmörk víðast hvar, þó með nokkrum undantekningum.
Meira