A-Húnavatnssýsla

Hestamannafélagið Neisti efnir til námskeiðahalds

Hestamannafélagið Neisti býður upp á  námskeið í hestamennsku á Blönduósi í vetur en þau eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku. Tímasetningar og hópaskiptingar verða auglýstar á heimasíðu Neista, www.neisti.net, eftir að skráningu lýkur en hún fer fram hjá Önnu Margréti á amj@bondi.is eða í síma 848-6774 fyrir 20. janúar.
Meira

Viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra

Árlega velja Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra framúrskarandi verkefni á sviði menningarmála annars vegar og atvinnuþróunar og nýsköpunar hins vegar. Verkefnin sem hljóta viðurkenningarnar að þessu sinni eru Hvammstangi International Puppetry festival og Sölubíll smáframleiðenda á Norðurlandi vestra.
Meira

Áfangastaðaáætlun Norðurlands komin út

Út er komin Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, sem gildir frá 2021-2023. Hún er unnin af Markaðsstofu Norðurlands í samstarfi við Ferðamálastofu og nær yfir allt starfssvæði Markaðsstofu Norðurlands, frá Hrútafirði austur á Bakkafjörð.
Meira

Er ekki mikið fyrir að prjóna á nr. 2,5

Það var grunnskólakennarinn, leiðsögumaðurinn og ferðaþjónustuframkvæmdastjórinn, Kristín Sigurrós Einarsdóttir á Sólgörðum í Fljótum, sem sagði lesendum frá handverki sínu í 30. tbl. Feykis 2018. Kristín segist hafa mest gaman af að vinna með lopa og leikur sér þá með liti og mynstur. Á verkefnalistanum var hins vegar að koma sér upp upphlut og taldi hún sig loksins vera búna að komast að niðurstöðu um hvernig hann skyldi líta út. 
Meira

Hummus og nautagúllas

Matgæðingar í 36. tölublaði ársins 2018 voru þau Olivia Weaving og Sigurður Kjartansson, kúabændur, búa á Hlaðhamri í vestanverðum Hrútafirði ásamt dætrunum Sigurbjörgu Emily og Maríu Björgu.
Meira

Dreymir um heimsókn í sænsku Smálöndin og Ólátagarð

Ingibjörg Arnheiður Halldórsdóttir, eða Inga Heiða eins og hún er jafnan kölluð, er uppalin í Óslandshlíðinni í Skagafirði. Hún býr í Reykjavík og starfar einmitt við bókhald, þó í öðrum skilningi en við leggjum í það orð hér í þessum þætti. Inga Heiða er mikill bókaormur og reglulega birtir hún skemmtilega pistla á Facebooksíðu sinni sem hún kallar Bókahorn Ingibjargar. Þar segir hún vinum sínum, á hnittinn og skemmtilegan hátt, frá bókunum sem hún hefur verið að lesa og leggur mat á þær og vafalaust eru þeir margir sem sækja hugmyndir að lesefni til hennar. Inga Heiða sagði lesendum Feykis frá lestrarvenjum sínum í Bók-haldinu í síðasta blaði ársins 2019.
Meira

Humarpizza og súkkulaðimús

Ásdís Adda Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og Sigurgeir Þór Jónasson, rafmagnsverkfræðingur  voru matgæðingar vikunnar í 35 tbl. FEkis 2018. Þau búa á Blönduósi ásamt sonum sínum tveimur, þeim Arnóri Frey og Ísari Val en þangað fluttu þau árið 2017 eftir níu ára búsetu í Danmörku við nám og störf. „Við ætlum að deila með ykkur uppskrift af humarpizzu sem er í algjöru uppáhaldi og fljótlegri og góðri súkkulaðimús í eftirrétt,“ sögðu þau.
Meira

Fínar aðstæður og opið til níu í kvöld í Tindastólnum

Skiðasvæði Tindastóls opnaði fyrir almenning á slaginu tvö miðvikudaginn 13. janúar eftir langa og stranga kófpásu. Óhætt er að fullyrða að marga hafa verið farið að klæja í skíðahanskana og beðið spenntir eftir skíðaleyfi. Núverandi reglugerð setur þó skíðafólki talsverðar takmarkanir en heimilt að opna skíðasvæðið með 25% afköstum eða aðeins 225 manns.
Meira

Slökkvilið Skagastrandar og Björgunarsveitin Strönd eignast nýja bíla

Slökkvilið Skagastrandar og Björgunarsveitin Strönd festu á haustdögum kaup á nýjum bifreiðum og hafa þær verið teknar í notkun. Nýi slökkvibíllinn var keyptur frá Feuerwehrtechnik Berlin og er af gerðinni MAN TGM, árgerð 2020. Bíllinn er  hinn glæsilegasti, með 3000 lítra vatnstanki og 300 lítra froðutanki ásamt því að vera búinn öllum helsta búnaði sem nauðsynlegur er til slökkvistarfa.
Meira

Nýr fulltrúi Ós-lista í sveitarstjórn Blönduóssbæjar

Jón Örn Stefánsson hefur tekið sæti sem nýr fulltrúi Óslistans í sveitarstjórn Blönduósbæjar í stað Birnu Ágústsdóttur sem baðst lausnar frá störfum á vegum sveitarfélagsins á fundi sveitarstjórnar þann 12. janúar sl. Valgerður Hilmarsdóttir verður jafnframt nýr varamaður í sveitarstjórn.
Meira