Hvað er jákvæð sálfræði?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
12.12.2020
kl. 10.13
Síðastliðinn vetur átti ég því láni að fagna að vera í námsleyfi og stunda nám í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands. Ég hef orðið vör við nokkra mistúlkun á því hvað jákvæð sálfræði felur í sér og er gjarnan spurð hvort það sé til neikvæð sálfræði, hvort ég sé þá alltaf jákvæð eða kannski í Pollýönnuleik? Mig langar því að koma hér á framfæri stuttri kynningu á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði þar sem ég tel, fyrir utan að svara áðurnefndum spurningum, að hún eigi erindi til allra og geti stuðlað að aukinni vellíðan fyrir þá sem áhuga hafa, ekki síst á tímum sem þessum.
Meira