A-Húnavatnssýsla

Níu í einangrun á Norðurlandi vestra

Níu einstaklingar eru í einangrun á Norðurlandi vestra, samkvæmt tölum aðgerðastjórnar svæðisins. Eitt nýtt smit greindist frá því í gær en viðkomandi var í sóttkví en alls sæta 17 aðilar nú sóttkví sem er mikil fækkun milli daga þar sem áður voru 39 manns í því úrræði, og í fyrsta sinn í þessari bylgju faraldursins í öllum póstnúmerum á Norðurlandi vestra.
Meira

Sigló hótel lánar Grunnskólanum húsnæði fyrir kennslu

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða sem tók gildi þann 3. nóvember kemur misjafnlega niður á skólastarfi. Samkvæmt henni mega grunnskólanemendur í 1. til 4. bekk mest vera 50 í rými en í 5.–10. bekk að hámarki 25 í hverju. Um þá gilda einnig tveggja metra nálægðartakmörk og ef ekki er hægt að uppfylla þau skulu nemendurnir nota grímu. Á Siglufirði var vandinn leystur á Hótel Sigló.
Meira

Fólk í sóttkví í öllum póstnúmerum Norðurlands vestra

Fátt hefur breyst í samantekt aðgerðastjórn almannavarnadeildar Norðurlands vestra frá því fyrir helgi þar sem sami fjöldi er nú í einangrun á svæðinu eða átta alls en í sóttkví fjölgaði um einn og eru því alls 39 einstaklingar sem sæta henni og í fyrsta sinn í þessari bylgju faraldursins í öllum póstnúmerum á Norðurlandi vestra.
Meira

Takmörkun á skólastarfi frá 3. nóvember

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi á morgun 3. nóvember. Sett er þau markmið að sem minnst röskun verði á skólastarfi og að starf á leikskólastigi og á fyrsta stigi grunnskóla verði óskert. Að ráði sóttvarnalæknis verður reglu um grímuskyldu breytt þannig að hún eigi ekki við um börn fædd 2011 og síðar.
Meira

Hertar sóttvarnaráðstafanir tóku gildi í gær

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem tóku gildi í gær, laugardaginn 31. október. Sömu reglur munu gilda um allt land. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður. Allt íþróttastarf verður óheimilt og sviðslistir sömuleiðis. Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember. Þær verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg.
Meira

Komið til móts við stúdenta

Menntasjóður námsmanna kemur til móts við stúdenta með margvíslegum hætti og hefur nú framlengt umsóknarfrest um námslán fyrir haustönn 2020 til 1. desember nk. Þá hefur verið ákveðið að námsmenn geti óskað eftir því að tekjur sem þeir afla sér með vegna vinnu í bakvarðarsveitum heilbrigðis- og velferðarþjónustunnar og bakvarðarsveit lögreglunnar komi ekki til frádráttar við útreikning á framfærslu námsmanna skólaárið 2020-2021.
Meira

Smitin nú orðin átta á Norðurlandi vestra

Lögreglan á Norðurlandi vestra var að senda frá sér nýja töflu þar sem sést að nú eru átta komnir með smit á svæðinu en jákvæðu fréttirnar í þessu öllu saman eru þær að þeir sem smituðust í dag voru í sóttkví.
Meira

Vinnustofum Uppbyggingarsjóðs aflýst

Vegna aukins fjölda kórónuveirusmita á Norðurlandi vestra hefur verið tekin sú ákvörðum að aflýsa vinnustofum og viðtalstímum sem áttu að vera á svæðinu 2. - 4. nóv. nk. Í tilkynningu frá SSNV er minnt á að starfsmenn samtakanna eru til viðtals alla virka daga og eru umsækjendur hvattir til að hafa samband með sínar spurningar eða vangaveltur, ef einhverjar eru.
Meira

RIÐA, er NIÐURSKURÐUR eina lausnin

Riða hefur verið staðfest á fjórum bæjum í Skagafirði og grunur að hún sé víðar, þó engin kind á þeim bæjum hafi sýnt riðueinkenni, að mér sé kunnugt um. Því stefnir þar í stórfelldan niðurskurð verði ÓBREYTTRI stefnu haldið. Þó kindur sýni ekki riðueinkenni getur veikin fundist með því að slátra kindum af viðkomandi bæjum. Í Skagafirði hafa sýni verið tekin úr kindum, sem viðkomandi bóndi hefur keypt á síðustu árum. Í sjálfu sér hlýtur það að vera álitamál hvort skynsamlegt sé að versla með fé á svæði sem einhvern tíma hefur komið upp riða, en það hafa yfirvöld leyft og því ekki frekar gert að umtalsefni hér.
Meira

Sex í einangrun á Norðurlandi vestra

Baráttan við COVID-19 heldur áfram og heldur hefur staðan versnað síðust daga. Eftir að hafa verið laus við smit hér á Norðurlandi vestra á tímabili í október þá eru nú sex með smit og 46 í sóttkví á svæðinu samkvæmt tölum á covid.is. Engin landsvæði eru nú smitlaus en á landsvísu eru 996 í einangrun þegar þetta er ritað.
Meira