A-Húnavatnssýsla

Indverskar krásir

Matgæðingar í tbl 28 voru þau Hlynur Örn Sigmundsson og Sigríður Heiða Bjarkadóttir. Þau búa á Sauðárkróki ásamt börnum sínum, þeim Míu Björk og Stormi Atla. Hlynur starfar sem deildarstjóri í búsetuþjónustu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði en Sigríður leggur stund á kennaranám. Hlynur og Sigríður fluttu frá Reykjavík á heimaslóðir Sigríðar á Sauðárkróki fyrir þremur árum síðan. Þau gefa lesendum spennandi uppskriftir frá inversku matarkvöldi sem þau héldu með matarklúbbnum sem þau eru í.
Meira

Efling sjálfbærni og seiglu samfélaga á Norðurslóðum

Á heimasíðu Háskólans á Hólum er sagt frá því að þann 1. ágúst síðastliðinn var ýtt úr vör fjögurra ára þverfaglegu rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að þeim hröðu breytingum sem orðið hafa á Norðurslóðum vegna aukinnar alþjóðavæðingar og áskorunum sem þeim fylgja. Verkefnið nefnist ArticHubs og er styrkt af Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa rannsóknamiðaðar og hagnýtar lausnir til að mæta þeim áskorunum sem Norðurslóðir standa nú frammi fyrir.
Meira

Helmingur ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi nýtir ekki hlutabótaleið

Meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi telja að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þá erfiðleika sem Covid-19 faraldurinn hefur orsakað. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Markaðsstofa Norðurlands stóð fyrir í ágúst.
Meira

Liðsmenn Kormáks/Hvatar vilja toppsætið

Það dregur til tíðinda í 4. deildinni um helgina en þá verða lokaumferðir riðlakeppninnar spilaðar. Á Blönduósvelli taka heimamenn í Kormáki/Hvöt á móti sunnlenskum knattspyrnukempum frá Stokkseyri á sunnudaginn. Flest benti til að heimamenn þyrftu nauðsynlega að vinna leikinn til að tryggja sætið í úrslitakeppninni en eftir að lið Skautafélags Reykjavíkur tapaði óvænt fyrir Álafossi í fyrrakvöld þá er það þegar í höfn.
Meira

Ríflega 1500 laxar veiðst í Miðfjarðará

Húni segir frá því að alls hafa veiðst 1.507 laxar í Miðfjarðará sem af er sumri og gaf síðasta veiðivika 100 laxa. Veitt er á átta stangir í ánni. Miðfjarðará er í þriðja sæti yfir aflahæstu ár landsins og er í fyrsta sæti þeirra vatnakerfa sem byggja veiði ekki alfarið á seiðasleppingum.
Meira

Fjórir nýir reiðkennarar á Hólum

„Það eru nýir og breyttir tímar á svo margan hátt, ekki síst hér á Hólum,“ segir í færslu á heimasíðu Háskólans á Hólum en nýverið voru ráðnir þangað fjórir nýir reiðkennarar, í þrjár lausar stöður. Fyrir eru nokkrir reiðkennarar í hlutastarfi svo fleiri einstaklingar munu koma að reiðkennslunni. „Við lítum á þennan fjölbreytileika bæði sem áskorun og jafnframt sem tækifæri á þessum vettvangi og þá sérstaklega vegna þess að nú bætast við einstaklingar með mikilvæga og fjölbreytta styrkleika í hóp reiðkennara við háskólann. Hestamennskan er margslungin og af því leiti erum við heppin að fá þennan flotta hóp til starfa,“ segir í færslunni.
Meira

Lítil breyting á íbúafjölda milli mánaða

Lítil breyting hefur orðið á fjölda íbúa á Norðurlandi vestra í ágúst en talsverðar breytingar eru innan einstakra sveitarfélaga. Þannig fjölgaði íbúum Blönduósbæjar um níu en íbúum í Húnaþingi vestra fækkar um sömu tölu. Fjöldi íbúa í landshlutanum var 7.427 1. september síðastliðinn sem er tveimur íbúum meira en 1. ágúst 2020 og 100 íbúum meira en 1. desember 2019.
Meira

Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði óvirk vegna nágrannaerja

Skemma Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði hefur verið girt af með bifreiðum og vinnuvélum þannig að ekki er hægt að koma búnaði sveitarinnar út ef á þarf að halda. Valgeir Sigurðsson sá er lokaði leið sveitarinnar, segir björgunarsveitina ekki lokaða inni með búnaðinn, þar sem hægt væri að nota austurdyr á skemmu sveitarinnar. Sú leið hefur þó ekki verið notuð fram til þessa.
Meira

Ferðinni í Húsgilsdrag gerð skil í Feyki vikunnar

Í Feyki vikunnar er í ýmis horn að líta, eins og ávallt. Fastir liðir eins og venjulega, afþreying í boði hússins í bland við skemmtilega umfjallanir og viðtöl. Ferðasaga um leiðangur fámenns hóps í Húsgilsdrag þar sem minningarplatti um Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu Jóns Arasonar, síðasta kaþólska biskups fyrir siðaskipti, var festur á stein.
Meira

Nýsköpunarkeppni MAKEathon á Króknum

MAKEathon fer fram á Sauðárkróki, Akureyri, Neskaupstað, Reykjavík og á Vestfjörðum dagana 10-18. september. Um er að ræða nýsköpunarkeppni sem leggur áherslu á að búa eitthvað til í höndunum.
Meira