Ristarhlið á Þjóðvegi 1 verða ekki fjarlægð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
25.08.2020
kl. 14.06
Þau ristarhlið sem Vegagerðin hugðist fjarlægja af Þjóðvegi 1 í Skagafirði og Húnavatnssýslum munu áfram þjóna hlutverki sínu í búfjárveikivörnum landsins. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, sagði í samtali við Feyki að um misskilning hafi verið að ræða er starfsmaður MAST heimilaði Vegagerðinni að fjarlægja umrædd ristarhlið. Farið verði í það að fjármagna ný hlið svo hægt verði að uppfylla umferðaröryggi og sjúkdómavarnir.
Meira