A-Húnavatnssýsla

Ristarhlið á Þjóðvegi 1 verða ekki fjarlægð

Þau ristarhlið sem Vegagerðin hugðist fjarlægja af Þjóðvegi 1 í Skagafirði og Húnavatnssýslum munu áfram þjóna hlutverki sínu í búfjárveikivörnum landsins. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, sagði í samtali við Feyki að um misskilning hafi verið að ræða er starfsmaður MAST heimilaði Vegagerðinni að fjarlægja umrædd ristarhlið. Farið verði í það að fjármagna ný hlið svo hægt verði að uppfylla umferðaröryggi og sjúkdómavarnir.
Meira

Tungumálatöfrar

Fjölmenningarverkefnið Tungumálatöfrar er samfélagsverkefni sem hófst á Ísafirði fyrir þrem árum og er tækifæri fyrir börn af ólíkum uppruna að kynnast betur íslenskri tungu og menningu. Börnin eiga það sameiginlegt að alast upp við tungumál og menningu sem eru önnur en foreldra þeirra. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og nýverið var haldið málþing á Ísafirði um þróun íslenskukennslu fyrir fjöltyngd börn og tókst það með ágætum og mikill áhugi er á að verkefnið breiðist út um landið.
Meira

Miðfjarðará í efsta sæti sjálfbærra laxveiðiáa

Heldur hefur dregið úr veiði í Miðfjarðará síðustu daga og fór vikuveiðin úr 201 laxi niður í 81 lax. Áin er ennþá í þriðja sæti yfir aflahæstu ár landsins en geta má þess að hún er í efsta sæti yfir þau vatnakerfi sem ekki byggja veiði á seiðasleppingum. Á miðvikudagskvöld höfðu veiðst 1.202 laxar í ánni. Veiðst hafa 502 laxar í Laxá á Ásum og 475 í Blöndu en veiði þar var hætt þegar áin fór á yfirfall.
Meira

Sláturtíð hefst 3. september hjá SAH Afurðum

Undirbúningur sláturtíðar hjá SAH Afurðum ehf. er nú í fullum gangi og margt sem þarf að huga að á tímum kórónuveirufaraldurs. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að mikið og gott samstarf hefur verið við Embætti landlæknis, almannavarnir og landssamtök sláturleyfishafa til að draga úr hættu á COVID-19 kórónuveiru smiti og einnig að koma með leiðbeiningar fyrir starfsfólk á þessum erfiðu og sérstöku tímum. Sláturtíð hefst 3. september og áætlað að henni ljúki 20. október.
Meira

Krefjast þess að varnarlínum búfjárveikivarna verði við haldið

Hreppsnefnd og fjallskilanefnd Akrahrepps boðuðu sauðfjárbændur og aðra hagsmunaaðila á svæðinu á fund þann 20. ágúst 2020 til þess að ræða ýmis mál, þ.á.m. þá fyrirhuguðu aðgerð Vegagerðarinnar að fjarlægja ristahlið sem þjónar tilgangi í varnarlínu búfjárveikivarna milli Tröllaskagahólfs og Húna- og Skagahólfs. Það er á ábyrgð MAST að viðhalda varnargirðingum sem fjármagnað er af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, (ANR) en svo virðist sem litlu fjármagni sé ætlað í málaflokkinn nú sem skýrir þá krísu sem komin er upp. Vegagerðin neitar að bera kostnað af viðhaldi rimlahliðsins og hótar því að fjarlægja það.
Meira

Fjögur ný Íslandsmet sett um helgina í Norrænu trapi

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í Norrænu trapi á nýjum NT velli Skotfélagsins Markviss á Blönduósi. Fram kemur á Facebooksíðu skotfélagsins að veður hafi verið með eindæmum gott og var skotið við bestu mögulegu aðstæður þar sem sól og logn var nær alla helgina. Alls mættu 16 keppendur til leiks frá fimm félögum, Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar (SIH), Skotfélaginu Markviss Blönduósi (MAV), Skotfélagi Húsavíkur (SKH), Skotfélagi Reykjavíkur (SR) og Skotfélagi Ólafsfjarðar (SKÓ).
Meira

Ráðstefna og gæðaúttekt á Háskólanum á Hólum

Föstudaginn 28. ágúst nk. kl. 13-16 verður haldin ráðstefna í samstarfi Háskólans á Hólum og gæðaráðs íslenskra háskóla þar sem niðurstöður gæðaúttektar á starfi skólans verða kynntar og ræddar, samhliða umræðu um gæðamál íslenskra háskóla almennt og mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Ráðstefnan verður á netinu, fer fram á ensku og er öllum opin. Dagskrá og skráningu má nálgast á vef skólans: www.holar.is
Meira

Ein ferna og tveir þristar á Blönduósvelli

Meira

Vegagerðin ætlar að rjúfa varnalínu búfjárveikivarna

Vegagerðin áformar að fjarlægja þrjú ristahlið á Þjóðvegi 1, tvö hlið í Húnavatnssýslu og eitt hlið við Héraðsvötn en þau eru mikilvægur þáttur í búfjárveikivörnum milli varnarhólfa. Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefst þess að varnarlínum búfjárveikivarna verði haldið við samkvæmt lögum þar um og benda á að það grindarhlið sem fjarlægja á í Skagafirði skilur að virkasta riðusvæðis landsins og öðru sem hefur verið laust við riðu í tvo áratugi.
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd skorar á sjávarútvegsráðherra að grípa til aðgerða vegna strandveiða

Sveitarfélagið Skagaströnd skorar á sjávarútvegsráðherra að grípa til aðgerða til þess að tryggja öllum strandveiðibátum tólf leyfilega veiðidaga í ágúst. Þetta kemur fram í bókun sem sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum í síðustu viku. Í henni segir að fyrirséð sé að heildarafli sem ætlaður hafi verið til strandveiða muni klárast á næstu dögum með þeim afleiðingum að veiðar fjölda báta um allt land stöðvist.
Meira