A-Húnavatnssýsla

Lið Kormáks/Hvatar nálgast úrslitakeppni 4. deildar

Lið Kormáks/Hvatar styrkti stöðu sína í B-riðli 4. deildar á miðvikudagskvöldið þegar þeir sóttu lið Álafoss heim á Tungubakkavöll í Mosfellsbæ. Þegar upp var staðið höfðu Húnvetningarnir gert sex mörk en heimamenn náðu ekki koma boltanum í netið – nema reyndar einu sinni í vitlaust mark. Lokatölur því 0-6 og lið Kormáks/Hvatar í öðru sæti riðilsins, stigi á eftir KFR en eiga leik til góða.
Meira

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aðalfundar sunnudaginn 13. september 2020 kl. 12-16 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Guðjón Brjánsson, þingmaður kjördæmisins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpa fundinn og taka þátt í umræðum.
Meira

Sögur frá landi slá í gegn - Síðasti þáttur í kvöld

Þriðji og síðast þáttur af Sögum frá landi, sem sýndur er á RÚV, verðu á dagskrá í kvöld en þar fara þau Hlédís Sveinsdóttir og Hallgrímur Ólafsson um Norðurland vestra og kynna sér sögu, menningu og matargerðarlist á svæðinu. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og koma, samkvæmt mælingum, fast á eftir fréttum, íþróttum og veðri.
Meira

Alþjóðleg brúðulistahátíð á Hvammstanga

Hvammstangi International Puppet Festival, HIP, er ný brúðulistahátíð á Hvammstanga, þar sem brúðuleiksýningar og -kvikmyndir verða í hávegum hafðar. Hátíðin verður haldin 9. - 11. október en á hátíðinni verður boðið upp á tólf sýningar með listamönnum af níu þjóðernum, úrvali vinnusmiðja fyrir fólk á öllum aldri, bæði byrjendur og atvinnumenn, og úrval brúðubíómynda sem eru sérvaldar af Handmade Puppet Dreams, fyrirtæki Heather Henson í Bandaríkjunum. Yfir 60% viðburða hátíðarinnar eru ókeypis fyrir áhorfendur en alla dagskrá hennar má nálgast á www.thehipfest.com.
Meira

Hlutabótaleiðin framlengd um tvo mánuði og áframhaldandi greiðslur vegna launa í sóttkví

Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingu á lögum er varða vinnumarkaðinn til að mæta efnahagslegum áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins. Með frumvarpinu mun réttur til tekjutengdra atvinnuleysisbóta fara úr þremur mánuðum í sex mánuði, enda séu ákveðin skilyrði uppfyllt, og hlutabótaleiðin verður framlengd um tvo mánuði. Greiðslur launa vegna einstaklinga í sóttkví munu einnig halda áfram.
Meira

Tækifærin í Covid

Það er líklega kaldhæðni fólgin í því að tala um tækifæri í Covid í ljósi áhrifa faraldursins á heilsu og efnahag heimsbyggðarinnar allrar. Það er hins vegar ekki hægt að horfa framhjá því að strax í upphafi faraldurs, og eftir því sem honum fram vindur, höfum við séð breytingar á hegðun okkar á mjög margan hátt. Einhverjir hafa fullyrt að heimurinn verði ekki samur – hvort það er rétt skal ósagt látið en ljóst er að margt af því sem breyst hefur er komið til að vera.
Meira

Sex starfsmenn ráðnir á nýtt brunavarnasvið HMS

Búið er að ráða í allar þær stöður sem auglýstar voru fyrr í sumar á nýju sviði á starfsstöð HMS á Sauðárkróki þ.e. stöðu framkvæmdastjóra, sérfræðinga og forvarnarfulltrúa. Gert er ráð fyrir að alls muni átta starfsmenn starfa við brunavarnir hjá HMS, sem er tvöföldun mannafla í málaflokknum, en stefnt er á að hefja starfsemi 1. október næstkomandi.
Meira

Leggur til bann við okri á hættustundu

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem hefur það markmið að koma í veg fyrir okur gagnvart almenningi þegar hættuástand skapar aukna eftirspurn eftir ákveðnum vörum eða skerðir framboð þeirra. Ríkislögreglustjóra verði falið að kveða á um hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á innkaupsverð tiltekinna vara eða vörutegunda. Guðmundur Ingi Kristinsson er meðflutningsmaður frumvarpsins.
Meira

Nýjar blómategundir á Skagaströnd

Ólafur Bernódusson, kennari og fréttaritari Morgunblaðsins á Skagaströnd hefur fundið tvær blómjurtir á Spákonufellshöfða sem ekki hafa sést þar áður en þær eru aronsvöndur og bláklukka. Í Morgunblaðinu á fimmtudaginn er rætt við Ólaf en hann kenndi í áratugi líffræði við Höfðaskóla og ræddi gjarnan við nemendur sína um gróður jarðar.
Meira

Áframhaldandi fornleifauppgröftur á Þingeyrum

Áfram heldur fornleifauppgröftur á Þingeyrum og í sumar stendur til að grafa í um þrjár vikur. Kom þetta fram í kvöldfréttum RÚV í síðustu viku. Uppgröftur hófst 10. ágúst og er hópurinn nú að nálgast klausturtímann eftir að hafa grafið í gegnum leifar yngri bygginga ofan á sjálfum klausturrústunum. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem leitar er eftir gerð handrita og bóka og segir Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við HÍ, sem stýrir uppgreftrinum.
Meira