A-Húnavatnssýsla

Gerum betur – ný samfélagsstefna sjávarútvegsins

Íslenskur sjávarútvegur tekur hlutverk sitt alvarlega sem framleiðandi hágæða matvæla og ein af burðarstoðum efnahagslegrar hagsældar þjóðarinnar. Fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa nú sameinast um stefnu í samfélagsábyrgð, sem grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Megináherslurnar lúta að umhverfismálum og nýsköpun.
Meira

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra opnar Dýrafjarðargöng rafrænt

Dýrafjarðargöng verða opnuð sunnudaginn 25. október nk. en athöfnin verður með óvenjulegu sniði í ljósi þess ástands sem ríkir í þjóðfélaginu. Stutt athöfn fer fram klukkan 14 í húsnæði Vegagerðarinnar Borgartúni 7 þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun halda ræðu sem útvarpað verður í þá bíla sem bíða þess að aka í fyrsta sinn í gegnum göngin.
Meira

Lekaleit hitaveitu með ómönnuðum loftförum fyrir RARIK

Á komandi vikum munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu innan Blönduóss fyrir hönd RARIK. Leitin verður gerð með ómönnuðum loftförum (öðru nafni drónum) þar sem teknar verða hitamyndir úr +50 m hæð af bænum vegna mögulegra leka á hitaveitulögnum.
Meira

Meira en minna – ábyrga leiðin

Leiðin út úr yfirstandandi atvinnukreppu er mikil áskorun. Ráð jafnaðarmanna við þessar aðstæður eru skýr, felast í því að fjölga störfum, efla velferð og að skjóta nýjum grænum stoðum undir útflutning og verðmætasköpun framtíðar. Lykilorðin eru vinna, velferð og græn uppbygging um land allt. Það er ábyrga leiðin og lítil hænuskref duga ekki.
Meira

Íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi heimil með skilyrðum : Reglugerðir um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi á morgun

Reglugerðir Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi á morgun, þriðjudaginn 20. október, hafa verið staðfestar og verið birtar í Stjórnartíðindum í dag. Annars vegar er ný reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og hins vegar breyting á reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna farsóttar. Allt að 50 einstaklingum er heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ en áhorfendur bannaðir.
Meira

Engin smit og enginn í sóttkví á Norðurlandi vestra

Þau ánægjulegu tíðindi bárust í dag frá aðgerðar­stjórn al­manna­varna á Norðurlandi vestra að eng­inn er nú í ein­angr­un eða sótt­kví á svæðinu. „Hún er ein­stak­lega ánægju­leg tafl­an okk­ar í dag. Höld­um vöku okk­ar, sinn­um okk­ar per­sónu­lega sótt­vörn­um og sam­an kom­umst við í gegn­um þetta,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.
Meira

Gangnamannamaturinn

Það er bóndinn og ráðunauturinn Sigríður Ólafsdóttir í Víðidalstungu sem var matgæðingurinn í tbl 37 en það var hún Ragnheiður Jóna sveitarstjóri Húnaþings vestra sem skoraði á hana að taka við af sér.
Meira

Listaverkið var 26 ár utan á húsnæði FISK Seafood!

Að undanförnu hafa verið miklar framkvæmdir við og í kringum húsakynni FISK Seafood á Sauðárkróki, Hofsósi og Skagaströnd. Það hafa ekki bara verið fjarlægð mörg hundruð tonn af alls konar rusli og drasli heldur var einnig bætt um betur og byggingar fyrirtækisins á Sauðárkróki málaðar bæði að innan og utan.
Meira

Síðasti séns að styrkja sitt félag gegnum Sportpakka Stöðvar 2

Áskrifendur Sportpakka Stöðvar 2 geta látið 1.078 kr. renna mánaðarlega til styrktar síns íþróttafélags gegn bindingu áskriftar að sjónvarpsrásinni til 1. júní 2021 en hægt er að velja það íþróttafélag sem hver og einn vill styrkja en áskrift kostar 3.990 kr. á mánuði. Tilboðið rennur út í dag.
Meira

3,1% atvinnuleysi á Norðurlandi vestra í september

Húnahornið segir frá því að skráð atvinnuleysi í almenna bótakerfinu í september hafi verið minnst á Norðurlandi vestra eða 3,1% samkvæmt nýju yfirliti Vinnumálastofnunar. Almennt atvinnuleysi á landinu öllu var 9,0% í september sem er nokkur aukning frá fyrri mánuðum. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist nokkuð í október og nóvember í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem er á vinnumarkaði vegna kórónuveirunnar.
Meira