A-Húnavatnssýsla

Einn í einangrun á Norðurlandi vestra

Aðeins einn situr í einangrun á Norðurlandi vestra samkvæmt upplýsingum aðgerðastjórnar almannavarna svæðisins og sóttkvíarlistinn er auður. „Þetta lítur betur og betur út hjá okkur og við skulum bara vona það besta,“ segir á Facebooksíðu lögregluembættisins. Þar segir einnig að ný tafla komi ekki fyrr en eftir helgi, nema eitthvað sérstakt breytist. Sá eini sem er skráður á listann sætir einangrun í póstnúmerinu 551.
Meira

Hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar 2021

Um þessar mundir er verið að hleypa af stokkunum hinni árlegu hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar á Blönduósi, sem haldin verður 11. – 13. júní 2021. Að þessu sinni gengur samkeppnin út að hanna og prjóna vesti, fyrir barn eða fullorðinn.
Meira

Miðflokkurinn heldur aukalandsþing á laugardaginn

Aukalandsþing Miðflokksins verður haldið nk. laugardag klukkan 13 á fjarfundarkerfinu Zoom. Í tilkynningu frá flokknum segir að til hafi staðið að halda reglulegt Landsþing flokksins en af augljósum ástæðum verði ekki um slíkt að ræða. Hins vegar er stefnt á að halda Landsþing í apríl 2021 þar sem kosið verður í embætti og fleira.
Meira

Engin kórónuveira fannst á minkabúum

Matvælastofnun hefur tekið sýni á öllum minkabúum landsins vegna kórónuveirunnar og reyndust þau öll neikvæð en fyrirskipaðar hafa verið hertar sóttvarnir á minkabúum. Tekin voru sýni á öllum níu minkabúum landsins og þau send í greiningu á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Niðurstöður liggja nú fyrir og voru þau öll neikvæð.
Meira

Tröllaskagahólf skilgreint sem sýkt hólf

Í ljósi staðfestra riðutilfella í Tröllaskagahólfi er hólfið nú skilgreint í heild sinni sem riðusýkt hólf næstu 20 árin frá síðasta staðfesta tilfelli, eftir því sem fram kemur á heimasíðu MAST. Þegar riðuveiki er staðfest taka gildi ýmsar takmarkanir sbr. reglugerð um útrýmingu á riðuveiki, m.a. er nú óheimilt að flytja sauðfé til lífs milli hjarða, eða hvaðeina milli bæja innan hólfsins, sem getur borið smitefni milli staða nema með leyfi héraðsdýralæknis og að uppfylltum skilyrðum.
Meira

Skotvís vill að aukaveiðihelgi verði bætt við í desember

Stjórn SKOTVÍS, Skotveiðifélag Íslands, fundaði í gær með Umhverfisstofnun um tillögur félagsins að aukaveiðihelgi verði bætt við í desember vegna áhrifa COVID faraldursins á veiðihegðan veiðimanna. Einnig var farið fram á að friðun á SV landi verði aflétt seinustu tvær helgarnar. „Ljóst er að veiðimenn hafi farið eftir tilmælum um að halda ferðalögum í lágmarki og mjög rólegt hefur verið á veiðislóð,“ segir í fésbókarfærslu stjórnarinnar.
Meira

Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.
Meira

Ratsjáin í loftið á ný - nú samtengd á landsvísu

Landshlutasamtök sjö landsvæða á Íslandi hafa tekið sig saman um að bjóða stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum þátttöku í nýrri útgáfu af Ratsjánni, samtengdu verkefni sem hefst í upphafi árs 2021. Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og tengiliði frá landshlutasamtökum sveitarfélaga á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, Reykjanesi og Suðurlandi.
Meira

Dregið úr samkomutakmörkunum á morgun

Á morgun taka gildi nýjar reglur yfirvalda vegna Covid ástandsins þar sem greina má tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Þær helstu eru að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný, í framhaldsskólum verða fjöldamörk aukin í 25 og hægt verður að hefja ýmsa þjónustustarfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nándar. Almennar fjöldatakmarkanir miðast áfram við 10 manns.
Meira

25 manns mega vera í sama rýminu í framhaldsskólum landsins frá og með næsta miðvikudegi

Næstkomandi miðvikudag verður slakað á reglum yfirvalda í sóttvarnaráðstöfunum í framhaldsskólum landsins þegar leyfilegur hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í hverju rými fer úr 10 í 25 manns. Regla um minnst tveggja metra fjarlægð milli fólks verður áfram í gildi en ef ekki er hægt að halda lágmarksfjarlægð ber nemendum og starfsfólki að nota grímur.
Meira