Einn í einangrun á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.11.2020
kl. 13.52
Aðeins einn situr í einangrun á Norðurlandi vestra samkvæmt upplýsingum aðgerðastjórnar almannavarna svæðisins og sóttkvíarlistinn er auður. „Þetta lítur betur og betur út hjá okkur og við skulum bara vona það besta,“ segir á Facebooksíðu lögregluembættisins. Þar segir einnig að ný tafla komi ekki fyrr en eftir helgi, nema eitthvað sérstakt breytist. Sá eini sem er skráður á listann sætir einangrun í póstnúmerinu 551.
Meira
