A-Húnavatnssýsla

Byggðastofnun fær þrjá milljarða til að lána minni fyrirtækjum

Mbl.is segir frá því að evr­ópski fjár­fest­inga­sjóður­inn hafi veitt Byggðastofn­un ba­ká­byrgð að hluta á allt að ríf­lega þremurmillj­örðum króna, eða um 20 millj­ón­um evra, með stuðningi svo­kallaðrar COSME-áætl­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins. Þess­ir fjár­mun­ir eiga að nýt­ast Byggðastofnun til þess að veita litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um á lands­byggðinni lán.
Meira

Þrjátíu í sóttkví á Norðurlandi vestra

Heldur hefur fjölgað í hópi smitaðra og og þeirra sem sitja í sóttkví á Norðurlandi vestra en samkvæmt tölum á Covid.is eru fjórir í einangrun og 30 í sóttkví. Alls urðu 42 innanlandssmit sl. sólarhring og staðfest smit frá 28. febrúar sl. orðin alls 4.719 tilfelli.
Meira

Rjúpnaveiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum

Húnahornið minnir á að senn hefst veiðitímabil rjúpu en það stendur frá 1. - 30. nóvember í ár. Fyrirkomulag veiðanna nú er það sama og í fyrra, sem þá var ákveðið til þriggja ára. Heimilt er að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann er á miðvikudögum og fimmtudögum. Ítrekað er að sölubann á rjúpum er áfram í gildi og eru veiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum.
Meira

Music For Fun – Gömul íslensk lög endurvakin fyrir íbúa Sæborgar

Austurríski djasspíanóleikarinn Alexandra Ivanova kom til Skagastrandar til dvalar í Nesi listamiðstöð í ágúst, til að vinna að tónverkum og félagslegri tilraun fyrir leikhúsverk um skynjun fólks á Miðausturlöndum. Þetta leiddi til viðtals við sveitarstjórann á Skagaströnd, Alexöndru Jóhannesdóttur, um málefni sem eru í brennidepli og snerta samfélagið. Sveitarstjórinn lagði áherslu á áskorunina um að halda uppi lífsgleði hjá öldruðum, þar sem takmarka hefur þurft gestakomur á öldrunarheimilinu Sæborg frá því í vor.
Meira

Tesla opnar ofurhleðslustöð við Staðarskála í næstu viku

Mogginn segir frá því að raf­bíla­fram­leiðand­inn Tesla muni í næstu viku opna nýja of­ur­hleðslu­stöð fyr­ir viðskipta­vini sína við Staðarskála í Hrútaf­irði. Alls verða átta hlöður á stöðinni en afl þeirra er 250 kW en það er fimm­falt það sem fyrstu hraðhleðslu­stöðvarn­ar sem sett­ar voru upp hér á landi gátu annað.
Meira

Riða staðfest á þremur bæjum til viðbótar í Skagafirði

Riða á bæjunum Grænumýri í Blönduhlíð, Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit, og Hofi í Hjaltadal hefur verið staðfest. Sauðféð sem riðan greindist í kom frá Stóru-Ökrum þar sem riða var staðfest í síðustu viku.
Meira

Fjölgar í sóttkví á Norðurlandi vestra

Einn einstaklingur var skráður í einangrun á Norðurlandi vestra í dag eftir að hafa greinst með kórónuveiruna og í kjölfarið þurftu nokkrir að fara í sóttkví. Alls eru tólf manns í sóttkví í landshlutanum, flestir í dreifbýli Skagafjarðar eða tíu alls, en tveir eru í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira

Leitað að nýjum framkvæmdarstjóra Selaseturs Íslands

Nú fer hver að verða síðastur að senda inn umsókn um stöðu framkvæmdarstjóra Selaseturs Íslands á Hvammstanga en umsóknir þurfa að berast fyrir 1. nóvember sem er næsti sunnudagur. Með þarf að fylgja afrit af prófskírteinum, ferilskrá og nöfn tveggja meðmælenda. Um er að ræða fullt starf í eitt ár með möguleika á framlengingu.
Meira

Litlar kjötbollur, Pavlova og fljótlegt brauð

Matgæðingar í tbl. 29 árið 2018 voru þau Ármann Óli Birgisson og Matthildur Birgisdóttir sem eru fædd og uppalin hvort í sinni sýslunni, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði. Þau búa á Blönduósi ásamt tveimur dætrum sínum og sögðu að markmið fyrir það sumar hafir verið að njóta og skapa fjölskylduminningar.
Meira

Styrktarreikningur stofnaður fyrir fjölskyldu Jósefs Kristjánssonar

Maðurinn sem lést í vinnuslysi í malarnámu í Lambafelli aðfararnótt fimmtudagsins síðasta hét Jósef Guðbjartur Kristjánsson, fæddur þann 28. nóvember 1967. Jósef hélt heimili sitt ásamt eftirlifandi unnustu sinni, Hafdísi Jóhannsdóttur, að Bifröst í Borgarfirði. Hann lætur eftir sig níu börn á aldrinum frá 8 ára til 31 árs, barnabörn og forelda búsetta í Skagafirði.
Meira