Stéttarfélög gera vel við félagsmenn sína
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.09.2020
kl. 10.55
Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar ætla á ný að gera vel við félagsmenn sína og bjóða þeim frítt á námskeið hjá Farskóla Norðurlands vestra. Félagsmenn annarra stéttarfélaga eru einnig velkomnir á námskeiðin en mörg þeirra styrkja félagsmenn sína um allt að 75% af verði námskeiða. Að þessu sinni er stefnt á að halda alls sex námskeið, þrjú þeirra verða á netinu en hin þrjú staðarnámskeið. Námskeiðin eru öllum opin og er öðrum en félagsmönnum í þessum félögum bent á að skoða rétt sinn hjá sínu félagi.
Meira