A-Húnavatnssýsla

Nýr slökkvibíll væntanlegur á Skagaströnd

Slökkvilið Skagastrandar ætlar að fjárfesta í nýjum slökkvibíl. Á sveitarstjórnarfundi Skagastrandar í síðustu viku var lagt fram tilboð frá fyrirtækinu Feuerwehrtechnik Berlin í bifreið af tegundinni Man TGM. Bíllinn er með 3.000 lítra vatnstank og 300 lítra froðutank ásamt því að vera búin öllum helsta búnaði sem nauðsynlegur er til slökkvistarfa. Bíllinn kostar um 35 milljónir króna og var sveitarstjóra falið að ganga frá samningi um kaupin.
Meira

Ekkert staðfest smit á Norðurlandi vesta

Enginn er í einangrun vegna kórónuveirunnar á Norðurlandi vestra en einn er í sóttkví, samkvæmt nýjum upplýsingum á vefnum covid.is. Síðustu tvær vikur hefur einn verið skráður í einangrun og mest voru 15 í sóttkví. Á landinu öllu eru nú 122 í einangrun og 494 í sóttkví. Flestir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 79 í einangrun og 359 í sóttkví. Staðfest kórónuveirusmit er í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra.
Meira

Norðurlands Jakinn um helgina

Norðurlands Jakinn, aflraunakeppni sterkustu manna landsins, fer fram á Norðurlandi um næstu helgi, dagana 22. og 23. ágúst. Keppt verður í sex greinum í nokkrum bæjarfélögum á Norðurlandi, m.a. á Hvammstanga og Skagaströnd. Aðgangur er ókeypis og er almenningur hvattur til að mæta og sjá sterkustu menn landsins sýna krafta sína.
Meira

Blanda komin á yfirfall og veiði hætt

Miðfjarðará rauf þúsund laxa múrinn í vikunni og að kvöldi 12. ágúst var búið að veiða 1.121 lax í ánni. Vikuveiðin var 201 lax og er því góður gangur í laxveiðinni þar. Miðfjarðará er þriðja aflamesta á landsins samkvæmt vef Landssambands veiðifélaga. Blanda, sem nú er komin á yfirfall, er komin í 475 laxa sem er heldur minni veiði en á sama tíma í fyrra en talsverðar breytingar voru gerðar á veiðifyrirkomulagi í ánni í sumar. Maðkur var bannaður og sleppiskylda sett á stórlax og kvóti á smálax. Veiði hefur nú verið hætt í Blöndu á meðan hún er á yfirfalli.
Meira

Rugludalur í Blöndudal - Torskilin bæjarnöfn

Nafnið er víst afargamalt. Finst fyrst í jarðaskiftabrjefi frá 1390 (DI. III. 452-3) ritað Rýglu- tvívegis, en í athugagr. neðanmáls er þess getið að lesa megi ruglu- í brjefinu, og auk þess er brjefið afrit „með norsku handarlagi“. Í reikningi Reynistaðarklausturs 1446 stendur: Rögla- og það á bersýnilega að vera Ruglu- því skráin er víða norsku-skotin (DL IV. 701).
Meira

Sögur frá landi í Sjónvarpinu í kvöld

Það má sennilega fullyrða að Norðurland vestra hafi fengið óvenju mikla athygli í sjónvarpsstofum landsmanna í sumar en bæði N4 og Landaþættir RÚV hafa verið duglegir að banka upp á hjá okkur. Í kvöld sýnir RÚV fyrsta þátt af þremur sem kallast Sögur frá landi og eru teknir upp á Norðurlandi vestra.
Meira

Breyttar reglur um takmörkun á samkomum

Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi á miðnætti í kvöld verða reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum rýmkaðar og sömuleiðis í íþróttum. Að öðru leyti gildir áfram meginreglan um 2 metra nálægðarmörk.
Meira

Vaxandi sunnanátt með gulri viðvörun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Suðausturland en búist er við suðvestan storm í kvöld og nótt 15-23 metra á sekúndu með rigningu og hviðum að 40 m/s. Það þýðir að varasamt getur verið fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni.
Meira

Miðfjarðará nálgast þúsund laxa

Góð laxveiði hefur verið í Miðfjarðará undanfarnar vikur og síðusta vika gaf 191 lax. Áin er komin í þriðja sætið yfir aflahæstu ár landsins samkvæmt vef Landsambands veiðifélaga. Þann 5. ágúst síðastliðinn höfðu veiðst 920 laxar í ánnir á tíu stangir en 7. ágúst í fyrra höfðu veiðst 767 laxar. Veiðin er þó talsvert minni en hún var árið 2018 en þá höfðu veiðst 1.682 laxar um svipað leyti.
Meira

Garðyrkjuskóli Íslands stofnaður

Stofnað hefur verið félagið Garðyrkjuskóli Íslands af starfandi fagfólki í garðyrkju sem flest hefur verið eða er í forsvari fyrir hagsmunafélög í greininni. Tilgangur félagsins er að standa að faglegri og vandaðri fræðslustarfsemi á sviði garðyrkju og tengdra greina. Forsvarsfólk félagsins hefur óskað eftir viðræðum við menntamálaráðherra í því skyni að leita samninga um grunnnám í garðyrkju með svipuðum hætti og gert hefur verið varðandi nám á framhaldsskólastigi, svo sem í Kvikmyndaskóla Íslands, Ljósmyndaskóla Íslands, Fisktækniskóla Íslands og Tækniskóla Íslands.
Meira