A-Húnavatnssýsla

38% munur á matvörukörfunni í Skagafirði og nágrenni

38% eða 8.385 kr. munur var á hæsta og lægsta verði á stórri matarkörfu skv. verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ þann 8. september í matvöruverslunum sem staðsettar eru í Skagafirði, á Skagaströnd og stórmörkuðum sem staðsettir eru á Akureyri. Matvörukarfan samanstendur af 54 vörum úr öllum vöruflokkum sem voru til í öllum verslunum. Karfan var dýrust í Skagfirðingabúð(KS), 27.614 kr. og næst dýrust í Hlíðakaup, 26.873 kr. en ódýrust var hún í Bónus, 22.352 kr.
Meira

Rósa Björk Brynjólfsdóttir yfirgefur Vinstri græn

Í yfirlýsingu sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, sendi fjölmiðlum nú í dag kemur fram að hún hafi fundað með Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og tilkynnt henni um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og úr hreyfingunni. Brottvísun stjórnvalda á egypsku barnafjölskyldunni sem verða átti af í gær, var kornið sem fyllti mælinn.
Meira

Feykir vikunnar - Unghryssan Eygló frá Þúfum setti heimsmet

Í Feyki vikunnar er Mette Manseth tekin tali í tilefni af því að heimsmet var sett á síðsumarssýningu á Hólum í Hjaltadal sem haldin var dagana 18. til 21. ágúst sl. þegar fjögurra vetra hryssan Eygló frá Þúfum náði bestu einkunn sem gefin hefur verið til þessa í þeim flokki. Hryssan hlaut 8,63 fyrir sköpulag, 8,56 fyrir hæfileika, aðaleinkunn 8,59, sem er hæsta einkunn sem fjögurra vetra hryssa hefur hlotnast til þessa.
Meira

Ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar í heimsókn í Austur-Húnavatnssýslu

Framkvæmdaráð sameiningarnefndar sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu bauð Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, til fundar heim í hérað á mánudag. Til umræðu voru meðal annars áskoranir og tækifæri svæðisins og svo heimsótti ráðherra fyrirtæki og frumkvöðla í sýslunni, t.d. gagnaverið, Vörusmiðju BioPol og Textílmiðstöð Íslands.
Meira

Í dag er Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er í dag en hann er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert, í fyrsta sinn 2011. Einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök eru ávallt hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. Í tengslum við Dag íslenskrar náttúru afhendir umhverfis- og auðlindaráðherra tvær viðurkenningar; Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti og Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Meira

Námskeið fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra stendur fyrir námskeiðum fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu. Allt hráefni sem notað er á námskeiðunum er innifalið í verði þeirra. Þátttakendur taka afurðirnar með sér heim að námskeiði loknu. Námskeiðin eru styrkt og niðurgreidd af Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og unnin í samvinnu við Vörusmiðjuna á Skagaströnd.
Meira

Björn og Hlédís stýra vinnu við mótun landbúnaðarstefnu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Í henni sitja Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri. Með henni starfa Bryndís Eiríksdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og Sigurgeir Þorgeirsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri.
Meira

Körfuboltadeild Hvatar stofnuð

Nú nýverið tók gott fólk á Blönduósi sig saman og stofnaði körfuboltadeild innan Hvatar. Formaður deildarinnar er Lee Ann Maginnis en í spjalli við Feyki segir hún meðal annars að stofnendur séu allt mæður barna sem æfðu körfubolta hjá Helga Margeirs (Körfuboltaskóla Norðurlands vestra) síðastliðinn vetur og er stjórnin einungis skipuð konum. Æfingar verða tvisvar í viku í vetur í tveimur aldurshópum.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar endaði á toppnum

Síðastu leikirnir í riðlakeppni 4. deildar fóru fram í gær og á Blönduósvelli tók lið Kormáks/Hvatar á móti stríðsmönnum Stokkseyrar. Ljóst var fyrir leik að heimamenn voru þegar búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 4. deildar en með sigri gátu þeir tryggt sér efsta sætið í B-riðli og þá kannski auðveldari mótherja í átta liða úrslitunum.
Meira

64 milljóna króna halli á Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) var haldinn sl. fimmtudag, að þessu sinni í fjarfundi. Helstu niðurstöður rekstrarársins 2019 eru þær að rekstur stofnunarinnar var að mestu í jafnvægi á árinu, en stofnunin var rekin með tæplega 64 milljóna króna halla sem fjármagnaður var með rekstrarafgangi ársins 2018.
Meira