A-Húnavatnssýsla

Konni og Luke í liði ársins

Það náðist að ljúka um það bil 20 umferðum í 3. deild karla í knattspyrnu í sumar og haust. Niðurstaðan eftir að KSÍ flautaði mótið af er sú að lið KV og Reynis Sandgerði fara upp í 2. deild en Álftanes og Vængir Júpiters falla í 4. deild. Tindastóll endaði hins vegar í sjöunda sæti með 25 stig, vann sex leiki, gerði sjö jafntefli og tapaði sjö leikjum. Í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni var lið sumarsins valið.
Meira

Ný netverslun smáframleiðenda í loftið

Vörusmiðjan BioPol á Skagaströnd hóf starfsemi haustið 2017 en þar er vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur og einstaklinga sem geta leigt rýmið með tólum og tækjum og framleitt það sem þeir óska sér þó innan leyfilegra marka. Þórhildur M. Jónsdóttir er verkefnastjóri smiðjunnar og segir mikla grósku í starfseminni. Nýlega opnaði netverslun á heimasíðu Vörusmiðjunnar þar sem smáframleiðendur bjóða upp á sínar vörur.
Meira

Setti á sig svuntuna og reyndi sitt besta

Matgæðingur vikunnar í tbl 39 var Magnús Ásgeir Elíasson sem býr á Stóru Ásgeirsá í Húnavatnssýslunni. Þar stundar hann smá búskap ásamt því að reka hestaleigu og gistingu. Vinkona hans á næsta bæ, Sigríður Ólafsdóttir í Tungu, skoraði á hann að taka þetta verkefni að sér því hún taldi hann vera betri kokk.
Meira

Vinnustofur Uppbyggingarsjóðs færðar í fjarfund

Vinnustofur fyrir þá sem eru að vinna að umsóknum í Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra hafa verið færðar í fjarfund í ljósi aðstæðna. Á heimasíðu SSNV kemur fram að boðið verður upp á vinnustofu í gegnum fjarfundaforritið Zoom mánudaginn 9. nóvember, kl. 16-17. Þar er einnig minnt á að umsóknarfresturinn renni út kl. 16:00 mánudaginn 16. nóvember nk.
Meira

Pannavöllur á Skagaströnd

„Nú dreifum við gleðinni um allt land. Við erum búin að bíða mjög lengi eftir þessum pannavöllum. Þeir voru að koma. Við umpökkuðum þeim og sendum áfram til viðtakanda,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ en verið er að koma tíu slíkum völlum um landið. Einn þeirra mun verða settur niður á Skagaströnd.
Meira

Engar tilkynningar um kórónuveirusmit í minkum á Íslandi

Í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði kórónaveiru úr minkum í fólk í Danmörku ætlar Matvælastofnun að hefja skimun fyrir kórónaveiru á minkabúum landsins. Ekki er grunur um að kórónaveirusmit hafi komið upp á minkabúum hérlendis. Á heimasíðu MAST kemur fram að þegar fregnir hafi borist af kórónuveirusmiti úr fólki í minka í sumar sendi Matvælastofnun tilmæli til íslenskra minkabænda um hertar sóttvarnir á búunum og að einstaklingar með sjúkdómseinkenni haldi sig fjarri þeim.
Meira

Nóvember verður þrælmildur :: Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Í gær, þriðjudaginn 3. nóvember, mættu 14 spámenn til fundar í Veðurklúbbinn á Dalbæ til að spjalla um veðrið framundan. Þrátt fyrir að hafa ekki sent frá sér veðurlýsingu fyrir október þá líst fundarmönnum bara vel á veðrið þann mánuð.
Meira

Gul viðvörun í kortunum

Gul viðvörun vegna veðurs hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Austfirði. Í athugasemd veðurfræðings segir að suðvestan stormur verði víða um land eftir hádegi og mega íbúar Stranda og Norðurlands vestra búast við suðvestan 20-25 m/s, og staðbundnar vindhviður yfir 35 m/s. Varasamar aðstæður gætu myndast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og er fólki einnig bent á að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.
Meira

9 aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang

Landssamtökin Geðhjálp standa fyrir undirskriftasöfnum á síðunni 39.is um að setja geðheilsu í forgang. Söfnuninni lýkur á miðnætti sunnudaginn 8. nóvember. Við skorum á alla landsmenn að skrifa undir og setja þannig geðheilsu í forgang. Meðfylgjandi eru 9 aðgerðir til þess að það megi takast.
Meira

Heimsóknabann á hjúkrunar- og sjúkradeildum HSN

Vegna aukins fjölda smita á Norðurlandi hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands ákveðið að loka tímabundið fyrir heimsóknir á sjúkra- og hjúkrunardeildir frá og með gærdeginum. Heimsóknarbann gildir til 17. nóvember en staðan verður þá endurmetin.
Meira