A-Húnavatnssýsla

Dregið úr takmörkunum á samkomum og skólahaldi frá 4. maí

Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra kynntu á blaðamannafundi í dag næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19. Heilbrigðisráðherra gerði þar grein fyrir ákvörðun sinni um tilslakanir á takmörkunum á samkomum og skólahaldi. Breytingarnar taka gildi 4. maí.
Meira

Strætó ekur samkvæmt laugardagsáætlun

Frá og með deginum í dag, 14. apríl, mun þjónusta hjá Strætó á landsbyggðinni skerðast tímabundið vegna COVID-19 faraldursins en farþegum Strætó á landsbyggðinni hefur fækkað um 75% síðustu vikur.
Meira

Átaksverkefni til eflingar atvinnu- og menningarlífs á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, munu verja allt að 50 milljónum til eflingar atvinnu- og menningarlífs á Norðurlandi vestra til að mæta áhrifum af COVID-19. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar samtakanna þann 7. apríl sl. Er hér um að ræða viðbótarfjármuni sem veitt er í sóknaráætlanir landshluta af hálfu ríkisins og samþykkt var með fjáraukalögum þann 30. mars, sem og fé samtakanna.
Meira

Enn fækkar smituðum á Norðurlandi vestra

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra frá því í gær kemur fram að sjö einstaklingar séu nú í einangrun á Norðurlandi vestra. Fjórir þeirra eru staðsettir á Hvammstanga, einn á Sauðárkróki og í sitthvoru póstnúmerinu 500 og 531 dvelja þeir tveir sem fylla töluna. Hafa þeir þá fækkað um þrjá frá því á föstudag þegar tíu manns voru í einangrun.
Meira

Hver er fyndnasta gamanmyndin á Gamanmyndahátíð Flateyrar?

Alls voru á þriðja tug gamanmynda sendar inn í 48 stunda gamanmyndakeppnina sem Gamanmyndahátíð Flateyrar og Reykjavík Foto stóðu fyrir. Nú eru allar gamanmyndirnar í keppninni aðgengilegar á heimasíðu hátíðarinnar þar sem landsmenn geta notið þess að horfa á fjölbreyttar og skemmtilegar gamanmyndir með þemanu “Heppni / Óheppni” sem voru aðeins unnar á 48 klst.
Meira

Stofnar til kynna við einn rússneskan höfund á ári

Gréta Björnsdóttir á Húnsstöðum svaraði spurningum Bók-haldsins í 10. tbl. Feykis á síðasta ári. Gréta starfaði við kennslu á Húnavöllum í 31 ár en er nú sest í helgan stein. Hún hefur lesið mikið um dagana og á heil ósköp af bókum en einnig er hún fastagestur á Héraðsbókasafninu á Blönduósi. Gréta segist vera nánast hætt að kaupa bækur, vinni frekar í því að losa sig við þær en kaupi þó kannski eina til þrjár á ári fyrir sig sjálfa og einnig nokkrar til gjafa.
Meira

Tíu lög og einir tónleikar

Páskadagur er í dag og landsmönnum hefur gefist kostur á að heimsækja sínar páskamessur á netinu að þessu sinni. Þeir sem sváfu yfir sig og misstu af prédikunum um upprisuna geta sótt sína messu á YouTube og meðtekið gleðiboðskapinn. Nú ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skella sér í tónlistarferðalag hér á Feyki. Hér gefur að líta nokkra hlekki á Jútjúbb-slóðir, skreyttar örpælingum umsjónarmanns Tón-lystarinnar á Feyki sem mögulega geta glatt nokkrar sálir. Hér ægir saman gömlu og nýju.
Meira

Páskadagur

Samkvæmt trúarhefð kristinna manna var það á sunnudeginum á páskum gyðinga sem María Magdalena og María móðir Jakobs (Markúsarguðspjallið 16. kafla) sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni því að hann hafði risið upp frá dauðum. Kristnir menn halda þess vegna páskadaginn sem gleði og fagnaðardag. Jesús lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi á krossinum og það gerir páskana að mestu hátíð kristinna manna og forsendu kristinnar trúar.
Meira

Kotasælubollur og karamellukaka

Matgæðingar vikunnar í 16. tbl. Feykis 2018 voru þau Kristín Guðbjörg Jónsdóttir og Hannes Guðmundur Hilmarsson sem búa á Kolbeinsá 1 sem stendur við norðanverðan Hrútafjörð, Strandasýslumegin. Þau hjón eiga fjögur börn og búa með 680 fjár ásamt því að vera með vélaútgerð. Ennfremur reka þau ferðaþjónustu á næstu jörð, Borgum, þar sem þau leigja út einbýlishús árið um kring. Þau gefa okkur uppskriftir að kotasælubollum sem Guðbjörg segir að séu ótrúlega góðar með súpum eða þá bara með kaffinu og einnig af köku með karamellukremi sem er bæði góð sem kaffimeðlæti og sem eftirréttur.
Meira

Tíu einstaklingar í einangrun á Norðurlandi vestra

Alls hafa 25 einstaklingar náð bata eftir að hafa greinst með Covid 19 veiruna á Norðurlandi vestra en enn sæta tíu manns einangrun á svæðinu, samkvæmt tölum frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra. Alls sitja 32 í sóttkví en 438 hafa lokið henni.
Meira