A-Húnavatnssýsla

Hjólað í vinnuna 2020

Miðvikudaginn 6. maí nk. mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefja heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna í átjánda sinn sem standa mun að vanda yfir í þrjár vikur eða til 26. maí. Á þeim tíma eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig og nýta sér heilsusamlegar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur með því að hjóla, ganga eða nota annan virkan ferðamáta. 
Meira

Vanrækslugjaldi vegna skoðunar frestað

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest með reglugerð ákvörðun um að álagningu vanrækslugjalds 1. apríl og 1. maí vegna skoðunar ökutækja verði frestað til 1. júní vegna COVID-19 faraldursins. Þetta kem­ur fram á vef Stjórn­ar­ráðsins.
Meira

Heimsóknir leyfðar aftur á HSN eftir 4. maí

Heimsóknir verða leyfðar á hjúkrunardeildir HSN á Sauðárkróki og hjúkrunar- og sjúkradeild HSN á Blönduósi frá og með næstkomandi mánudegi, 4. maí, þó með ákveðnum takmörkunum. Í tilkynningu til aðstandenda á heimasíðu stofnunarinnar segir að þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 sé enn full þörf á að sýna ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Þá er einnig nauðsynlegt að takmarka þann fjölda sem kemur inn í heimilið á hverjum tíma. Vonir eru bundnar við að heimsóknir verði rýmkaðar enn frekar í júní 2020.
Meira

Brugðist við áhrifum COVID-19 á úthlutun og nýtingu byggðakvóta

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um breytingu á úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar.
Meira

Heppinn í Ástum sigraði í Gamanmyndahátíð Flateyrar

Gamanmyndahátíð Flateyrar í samstarfi við Reykjavík Foto stóðu fyrir 48 stunda gamamyndakeppni á dögunum, þar sem þátttakendur fengu aðeins 48 klst til að fullvinna stutta gamanmynd með þemanu Heppni/Óheppni. Alls voru á þriðja tug stuttmynda sendar inn í keppnina, þar sem landsmenn gátu horft á þær og kosið sína uppáhalds gamanmynd.
Meira

Ákvörðun um formlegar sameiningarviðræður seinkað þar til í september

Sameiningarnefnd sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefur ákveðið að gera breytingar á tímalínu sameiningarvinnu vegna heimsfaraldurs Covid-19 en í upphaflegri áætlun var reiknað með að sveitarstjórnir tækju ákvörðun um um hvort hefja skuli formlegar sameiningarviðræður í lok apríl eða maí. Nú er áætlað að það verði gert í september.
Meira

Íslenskt- gjörið svo vel

Fyrir helgi undirrituðu þau Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, samning um sameiginlegt kynningarátak stjórnvalda og atvinnulífs um að verja störf og auka verðmætasköpun undir heitinu: Íslenskt – gjörið svo vel.
Meira

Heimagerðir hamborgarar og hollari sjónvarpskaka

Hjónin Arnrún Bára Finnsdóttir og Kristján Ásgeirsson Blöndal lögðu til uppskriftir í matarþátt Feykis í 18. tbl. 2018. Þau búa á Blönduósi þar sem Kristján er fæddur og uppalinn en Arnrún kemur frá Skagaströnd. Kristján er annar stýrimaður á Arnari HU 1 og Arnrún starfar sem hárgreiðslumeistari auk þess að vera í kennaranámi. Jafnframt reka þau litla smábátaútgerð. „Við hjónin leggjum mikið upp úr hreinu mataræði og gerum flest alveg frá grunni. Þessir hamborgarar eru lostæti og slá alltaf í gegn. Þeir eru svo miklu betri en þessir „venjulegu”. Við mælum eindregið með að fólk prófi og sé ekki hrætt við sætkartöflubrauðin. Þau eru mjööög góð, við lofum,“ segja þau Arnrún og Kristján.
Meira

Samstaða um helstu hagsmunamál Húnvetninga

Eitt meginmarkmið verkefnisins Húnvetnings er að koma helstu hagsmunamálum Austur-Húnvetninga á framfæri við stjórnvöld. Sameiningarnefnd sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefur á fundum sínum fjallað um helstu styrkleika, veikleika, áskoranir og tækifæri svæðisins og íbúa. Samstaða er um það meðal sveitarfélaganna að brýnustu verkefni næstu missera séu á sviði atvinnu- og samgöngumála.
Meira

Svipmyndir frá smábátahöfninni á Skagaströnd

Það var víða blíða á Norðurlandi vestra á sumardaginn fyrsta sem Íslendingar fögnuðu í gær. Enda var líf við smábátahöfnina á Skagaströnd þegar blaðamann Feykis bar að garði; reyndar engin læti og örugglega engin ástæða til þegar sólin skín og vindurinn hvílir lúin bein.
Meira