A-Húnavatnssýsla

Steinullarmót Tindastóls í 6. flokki kvenna í knattspyrnu fór fram um helgina í norðangolu og sól og blíðu

Um helgina fór fram stúlknamót Tindastóls á Sauðárkróki í knattspyrnu í 6. flokki kvenna sem að þessu sinni bar nafnið Steinullarmótið. Í ár mættu um 600 keppendur til leiks frá 22 liðum alls staðar að af landinu og léku í um 100 liðum. Er það á pari við fyrri ár og ekki merki um færri skráningar vegna covid.
Meira

Hverjir eru á myndunum?

Við Páll Halldórsson flugstjóri erum að rita sögu landgræðsluflugs á Íslandi með minni flugvélum á árunum 1958 til 1992. Við höfum safnað um 200 ljósmyndum tengdu þessu merka starfi og höfum náð að nefna flesta þá sem eru á myndunum.
Meira

Súrkálsréttur og fleira góðgæti

Ingi Hjörtur Bjarnason og Elsche Oda Apel vour matgæðingar Feykis í 25. tölublaði sumarið 2018. Þau búa á Neðri-Svertingsstöðum í Húnaþingi vestra með kýr og naut ásamt kvígum og kálfum, kindum, hestum, hund og ketti. Einnig eiga þau börnin Hönnu Báru, Bjarna Ole, Ingunni Elsu og Ingu Lenu. Elsche vinnur einnig sem sjúkraþjálfari á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga.
Meira

Lúsmý komið í Húnavatnssýslur

Í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag er rætt við Gísla Má Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, um lúsmýið sem er að angra fólk hér á landi og þá helst á Suðurlandi og Suðvesturlandi. Hann segir að nokkuð hafi borið á lúsmýi í sumar og að það hafi verið nokkuð áberandi frá Borgarfirði og austur í Fljótshlíð. Sjálfur var hann var við það í Húnavatnssýslum og í fyrra bárust fregnir af lúsmýi í Eyjafirði.
Meira

Tvöfaldur regnbogi við Blönduós

23. júní síðastliðinn mátti sjá tvöfaldan regnboga við Blönduós. Áhugaljósmyndarinn Róbert Daníel Jónsson tók þessar stórkostlegu myndir af þessari sjaldséðu litaveislu er verður þegar sólarljósið skín á vætu í andrúmslofti jarðar. Sagan á bak við myndatökuna er ekki síður sjaldgæf þar sem Róbert var á inniskóm og nærbuxum þar sem hann gaf sér ekki tíma til þess að klæða sig áður en hann fór út að taka myndirnar.
Meira

Blanda með 62 laxa

Vel er látið af veiði í húnvetnsku laxveiðiánum nú í byrjun veiðisumarsins. Mest hefur veiðst í Blöndu sem opnaði 5. júní og höfðu 62 laxar komið þar á land á miðvikudagskvöld þegar listi Landssambands veiðifélaga var uppfærður. Í Miðfjarðará hafa veiðst 42 laxar frá því á mánudag í síðustu viku. Laxá á Ásum opnaði degi síðar og hafa veiðst 17 laxar í henni.
Meira

Húnvetnskar fótboltastúlkur unnu Huginsbikarinn

Ellefu húnvetnskar fótboltastelpur héldu til Vestmannaeyja á dögunum þar sem þær tóku þátt í TM-mótinu en það er mót fyrir stúlkur í 5. flokki og fór það fram dagana 11.-13. júní sl. Liðið er samsett af stelpum úr Kormáki á Hvammstanga, Hvöt á Blönduósi og Fram á Skagaströnd sem æfa fótbolta á sínu heimasvæði en hittast svo af og til og taka æfingu saman.
Meira

Mörg verkefni tengd ferðaþjónustunni að fara af stað

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kölluðu í vor eftir hugmyndum að átaksverkefnum vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum og var í framhaldi af því valið úr þeim fjölmörgu hugmyndum sem bárust. Um helmingi þeirra fjármuna sem veitt var af sóknaráætlun til verkefnisins var veitt til verkefna til eflingar ferðaþjónustu á svæðinu.
Meira

Styrkir til æskulýðsstarfs vegna COVID-19

Félagasamtök sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni geta nú sótt um styrki til átaksverkefna í æskulýðsstarfi eða vegna tekjutaps félaga vegna COVID-19. Umsóknafrestur vegna þessa er til og með 24. júní nk. Heildarframlag til þessa verkefnis nemur alls 50 milljónum kr. og er það liður í tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu.
Meira

Nýtt umhverfismat fyrir Blöndulínu 3

Landsnet hefur sent Skipulagsstofnunar til ákvörðunar tillögu að áætlun um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda við Blöndulínu 3, háspennulinu frá Blönduvirkjun til Akureyrar sem liggur um 5 sveitarfélög; Húnavatnshrepp, Sveitarfélagið Skagafjörð, Akrahrepp, Hörgársveit og Akureyri.
Meira