A-Húnavatnssýsla

Ábyrgðir 30 þúsund námslána felldar niður

Vextir og greiðslubyrði allra núverandi námslána mun lækka, ráðstöfunartekjur greiðenda munu hækka og ábyrgðir á 30 þúsund námslánum verða felldar niður fái lagafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um Menntasjóð námsamanna framgang á Alþingi.
Meira

MAST auglýsir dýralæknastöður í Húnaþingi

Matvælastofnun hefur framlengt auglýsingu eftir sjálfstætt starfandi dýralæknum til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu í dreifðum byggðum landsins og er markmiðið að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við dýr á landssvæðum þar sem fjöldi dýra er takmarkaður eða verkefni dýralækna af skornum skammti.
Meira

Rannís styrkir störf fyrir ellefu háskólanema á Norðurlandi vestra

RANNÍS hefur tilkynnt um niðurstöðu fyrri úthlutunar úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir árið 2020. Alls var sótt um rúmlega 243 milljónir króna eða laun í 811 mannmánuði og bárust 189 umsóknir í ár fyrir 281 háskólanema. Að þessu sinni hafði sjóðurinn um 105 milljónir króna til úthlutunar og hlutu alls 73 verkefni styrk. Í styrktum verkefnum eru 125 nemendur skráðir til leiks í alls 350 mannmánuði.
Meira

Enginn í einangrun á Norðurlandi vestra

Sannarlega hefur stórum áfanga verið náð í Covid baráttunni á Norðurlandi vestra þar sem allir 35 sem smituðust af kórónaveirunni hafa náð bata og því enginn skráður í einangrun á svæðinu, samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra.
Meira

Aukaúthlutun til ferðamannastaða

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ráðstafað 200 milljóna króna viðbótarframlagi til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á árinu 2020 með hliðsjón af vinnu stjórnar sjóðsins frá úthlutun ársins 2020 í mars síðastliðinn.
Meira

Drög að tillögu að matsáætlun í kynningu Blöndulínu 3 - Elín Sigríður Óladóttir skrifar

Uppbygging nýrrar kynslóðar byggðalínu er hafin og er fyrsti áfanginn í þeirri uppbyggingu þrjár nýjar 220 kV háspennulínur á Norður- og Austurlandi. Þær eru Kröflulína 3 frá Kröfluvirkjun í Fljótsdalsstöð, en framkvæmdir við lagningu hennar eru þegar hafnar.
Meira

Tveir í einangrun vegna Covid-19 á Norðurlandi vestra

Samkvæmt tölum aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra frá því í gær eru tveit einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 í umdæminu, báðir á Hvammstanga, og sami fjöldi sem situr í sóttkví, annar á Hvammstanga en hinn á Sauðárkróki. Þar með hafa 33 af 35 náð bata af veikinni og 468 manns lokið sóttkví.
Meira

Hlustum á Konfúsíus - Áskorandinn Magnús Björnsson frá Hólabaki

Konfúsíus, sá mikli heimspekingur Kínverja, var eitt sinn spurður um það hvað stjórnvöldum bæri að gera eftir að friði og velmegun hefur verið komið á í kjölfar ófriðar- eða óróatíma. Hann svaraði að bragði að mennta ætti þjóðina.
Meira

Kryddlegin folaldasteik og ljós skúffukaka

Matgæðingar Feykis í 17. tbl. FEykis árið 2018 voru Kristín Guðbjörg Snæland og Sigurður Leó Snæland Ásgrímsson á Sauðárkróki. Þau deildu með lesendum uppskrift að kryddleginni folaldasteik og skúffuköku.
Meira

Fimm ný gjaldfrjáls vefnámskeið hjá Farskólanum

Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, bauð nýlega íbúum Norðurlands vestra upp á fimm gerðir fjarnámskeiða í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og stéttarfélögin Ölduna, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Sameyki, Samstöðu og Kjöl. Námskeiðin, sem voru öllum opin og gjaldfrjáls fyrir íbúa landshlutans, vöktu mikla lukku og heppnuðust þau vel en alls sóttu 165 manns þessi námskeið. Því hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn og bjóða upp á fimm ný námskeið.
Meira