Eric Clapton nýr hluthafi í Vatnsdalsá
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
16.06.2020
kl. 11.36
Tónlistarmaðurinn þekkti, Eric Clapton, er orðinn þriðjungshluthafi í hlutafélaginu GogP ehf. sem hefur Vatnsdalsá á leigu en þrír eigendur eru nú í félaginu að því er fram kemur á veiðivef mbl.is, Sporðaköstum. Þar segir einnig að á sama tíma sé Pétur Pétursson að selja sig út úr félaginu og segi þar með skilið við Vatnsdalinn sem hann hefur fóstrað frá 1997.
Meira
