A-Húnavatnssýsla

Þjóðhátíðarkaffi fellur niður í Skagabúð

Ekkert verður af árvissu þjóðhátíðarkaffihlaðborði í Skagabúð þetta árið. Vonandi sjáumst við að ári í þjóðhátíðarstuði. Njótið þjóðhátíðar með fjölskyldu og vinum og förum varlega í sumar.
Meira

Vinna við endurskoðun byggðaáætlunar hafin

Hafin er vinna við endurskoðun byggðaáætlunar 2018-2024 en í gær, þann 11. júní, voru liðin tvö ár frá samþykki hennar. Af því tilefni boðaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til samráðsfundar í Hafnarborg í Hafnarfirði og var tilgangur fundarins að hefja formlegt ferli endurskoðunarinnar.
Meira

Golfnámskeið á Blönduósi um helgina

Golfáhugamenn á Blönduósi og nágrenni, jafnt byrjendur sem lengra komnir, ættu að geta átt skemmtilega helgi í vændum þegar boðið verður upp á mikið úrval námskeiða á golfvellinum í Vatnahverfi. Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur, verður á Blönduósi frá föstudegi til sunnudags og mun hann bjóða upp á fjögur námskeið, byrjendanámskeið, krakkanámskeið, hóp- og einkakennslu og námskeiðið Æfðu eins og atvinnukylfingur.
Meira

Breytingar í byggðarráði og nýr forseti sveitarstjórnar Blönduósbæjar

Á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar þann 9. júní síðastliðinn urðu breytingar á byggðarráði samkvæmt samþykktum Blönduósbæjar og nýr forseti sveitarstjórnar valinn. Hjálmar Björn Guðmundsson er nýr forseti sveitarstjórnar og tekur við af Sigurgeiri Þór Jónassyni. Fyrsti varaforseti er Arnrún Bára Finnsdóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir er annar varaforseti. Guðmundur Haukur Jakobsson verður áfram formaður byggðarráðs og Sigurgeir Þór Jónasson kemur inn sem aðalmaður fyrir Hjálmar Björn af L-lista. Gunnar Tryggvi Halldórsson og Birna Ágústsdóttir skipta um sæti og verður Gunnar Tryggvi nú aðalamaður en Birna varamaður fyrir Ó-lista. Varamenn í byggðaráði fyrir L-lista eru Hjálmar Björn og Arnrún Bára.
Meira

Konur spretta úr spori á laugardaginn

Hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið þann 13. júní næstkomandi á um 80 stöðum víðsvegar um landið. Fyrsta Kvenna­hlaupið var haldið árið 1990 og var markmið þess að fá fleiri konur út að hreyfa sig og að hvetja þær til þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi. Á vefsíðu Kvennahlaupsins segir að þau markmið hafi um margt náðst þar sem konur hreyfa sig mun meira í dag en fyrir 30 árum, ís­lenskar íþrótta­konur eru að ná frá­bærum ár­angri á heimsvísu og margar konur eru í for­svari fyrir íþrótta­hreyf­ing­una hér­lendis. Áherslan núorðið sé þó ekki hvað síst á sam­stöðu kvenna, að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum for­sendum og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vinum.
Meira

39 nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Hólum

Sl. föstudag voru 39 nemendur brautskráðir frá öllum deildum Háskólans á Hólum. Frá Hestafræðideild hlutu 12 manns lærdómstitilinn BS í reiðmennsku og reiðkennslu, frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild útskrifuðust tveir með diplómapróf í fiskeldisfræði og frá Ferðamáladeild voru veittar 14 diplómur í viðburðastjórnun, ein diplóma í ferðamálafræði, sjö BA-gráður í ferðamálafræði og með BA-gráðu í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta útskrifuðust þrjár.
Meira

Prjónasamkeppni Prjónagleðinnar 2020

Prjónagleði hefur verið haldin aðra helgi í júní undanfarin ár á Blönduósi af Textílmiðstöð Íslands en annar laugardagur í júní ár hvert er alþjóðlegi prjónadagurinn. Í ár verður hins vegar breyting á vegna COVID-19 og var ekki annað í stöðunni en að fresta hátíðinni og verður hún haldin 11. – 13. júní að ári.
Meira

Ámundakinn hagnaðist um 11,7 milljónir á milli ára

Aðalfundur Ámundakinnar ehf. var haldinn föstudaginn 5. júní síðastliðinn. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf, þar á meðal samþykkt ársreiknings en árið 2019 var 16. starfsár félagsins. Samkvæmt ársreikningi nam hagnaður félagsins 11,7 milljónum króna samanborið við 636 þúsund krónur árið 2018. Betri afkoma skýrist helst af fleiri leigjendum, sameiningu og batnandi afkomu hlutdeildarfélaga. Leigutekjur námu rúmum 112 milljónum og jukust um 44% milli ára
Meira

Gönguhópur Blönduóss gengur með Snjódrífunum

Gönguhópur Blönduóss ætlar að ganga með Snjódrífunum sem arka nú yfir Vatnajökul en þær hvetja landsmenn til að ganga með þeim í sinni heimabyggð þá daga sem þær eru að ganga á jöklinum. „Við látum okkur ekki vanta í þetta verðuga verkefni,“ segir í tilkynningu frá gönguhópnum.
Meira

Halló frumkvöðlar og aðrir hugmyndasmiðir á Norðurlandi vestra

Icelandic Startups verður með kynningarviðburð á viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita fyrir Norðvesturlandi á Sauðárkróki nk. föstudag kl 12 – 14. Hraðallinn býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að hátækni í matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi. Hraðallinn er tilvalinn vettvangur fyrir þá frumkvöðla sem vilja ná lengra á styttri tíma og efla tengslanetið til muna.
Meira