A-Húnavatnssýsla

Ný vefsýning á vef Heimilisiðnaðarsafnsins

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hefur gefið út vefsýningu sem byggir á safnfræðslu grunnskólabarna um það ferli að breyta ull í þráð til að vinna úr klæði á heimilum landins fyrr á tímum. Ber sýningin nafnið Að koma ull í fat.
Meira

Athugað með hvítabjarnarspor á Skaga

Lögreglan á Norðurlandi vestra fékk ábendingu um torkennileg spor í nágrenni sveitabæjar norðarlega á Skaga seint sl. laugardagskvöld og vöknuðu grunsemdir þá þegar að hugsanlega væri um ísbjarnarspor að ræða. Lögreglan fór á vettvang á sunnudagsmorgun og voru ummerkin mjög ógreinileg, segir á Facebooksíðu lögreglunnar, og erfitt að meta eftir hvað umrædd för væru.
Meira

Smávirkjanasjóður auglýsir eftir umsóknum

Smávirkjanasjóður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum undir 10 MW að stærð á Norðurlandi vestra.
Meira

Mikilvægt að halda fókus þó veður sé gott

Almannavarnir hafa fengið ábendingar um aukna hópamyndun unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi og segir á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að ástæðan sé líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafa verið að berast af þróun mála er varðar afléttingu samkomubanns.
Meira

Greiðslum til sauðfjárbænda vegna COVID-19 flýtt

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð sem flýtir stuðningsgreiðslum við sauðfjárrækt um nokkra mánuði. Er það gert til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar á íslenskan landbúnað en aðgerðin mun sérstaklega nýtast þeim stóra hópi sauðfjárbænda sem stundar aðra starfsemi samhliða búskap, t.d. í ferðaþjónustu, og hafa fundið fyrir miklum áhrifum COVID-19 á greinina.
Meira

Yfir 400 manns á atvinnuleysisskrá á Norðurlandi vestra

Alþingi samþykkti fyrir skömmu frumvarp félags- og barnamálaráðherra um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda. Lögin fela í sér að laun sem greidd eru samhliða minnkuðu starfshlutfalli koma ekki til skerðingar á atvinnuleysisbótum.
Meira

Fimm sæta einangrun á Norðurlandi vestra

Enn fækkar á lista aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra sem ýmist sitja í einangrun eða sóttkví vegna Covid 19. Samkvæmt tölum dagsins er staðan á Norðurlandi vestra þann 15. apríl þannig að fimm eru í einangrun, allir í Húnaþingi vestra en ellefu í sóttkví. Flestir þeirra eru á Sauðárkróki eða sex einstaklingar meðan fimm eru í sóttkví í Húnaþingi vestra. Þar með fjölgar um tvo sem hafa náð bata eða alls 30 manns.
Meira

Stjórn SSNV tekur undir vonbrigði vegna styrkveitinga úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun

Á fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem haldinn var þann 7. apríl sl. var lögð fram samantekt á úthlutunum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og Landsáætlun sem runnið hafa til Norðurlands vestra á undanförnum árum.
Meira

Skemmtilegur hrekkur

Er nokkuð viss um að allir þeir sem eru í þeim hugleiðingum að kaupa sér nýtt rúm hlammi sér niður í prufueintökin í húsgagnaverslunum. Ég átti mjög erfitt með að halda hlátrinum inn í mér þegar ég horfði á þetta myndband og vona að þú hafir jafn gaman að.
Meira

Rúmlega milljarður kr. til menningar-, æskulýðs- og íþróttastarfs

Hálfur milljarður kr. mun renna til menningarstarfs og skapandi greina, með sérstakri áherslu á sjálfstætt starfandi listamenn, og 500 milljónir kr. til íþrótta- og æskulýðsstarfs, til að mæta áhrifum COVID-19. Þá verður 100 milljónum kr. varið til varðveislu menningararfs með sérstöku framlagi í húsafriðunarsjóð, eftir því sem fram kemur á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Meira