A-Húnavatnssýsla

Körfuboltaskóli Norðurlands lýkur vetrarstarfinu

Vetrarstarfi Körfuboltaskóla Norðurlands lauk í gær með síðustu æfingu körfuboltaiðkenda á Blönduósi með heimsókn á Krókinn. Hafa þau æft reglulega í vetur en krakkar á Skagaströnd, Hvammstanga og Hólmavík hafa einnig notið leiðsagnar reyndra leikmanna undir forystu Helga Freys Margeirssonar sem kom skólanum á laggirnar. Að sögn Helga var æfingin skemmtilegur lokapunktur á fyrsta heila körfuboltatímabilinu á Blönduósi.
Meira

Þjófar á ferð á Norðurlandi vestra

Síðastliðna nótt var brotist inn á þremur stöðum á Blönduósi og verðmætum stolið. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra kemur fram að einn aðili hafi verið handtekinn í tengslum við málið og er sá nú í haldi lögreglu. Málið var unnið í góðri samvinnu við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Lögregluna á Norðurlandi eystra.
Meira

Íbúðarmat fasteigna hækkar mest í Akrahreppi

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 2,1% frá yfirstandandi ári og verður 9.429 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2021. Þetta mun vera umtalsvert minni hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 6,1% á landinu öllu. Af einstaka bæjarfélögum hækkar heildarfasteignamat mest á Ísafirði eða um 11,2%, um 8,8% í Akrahreppi og 8,5% í Tálknafjarðarhreppi og á Blönduósi.
Meira

Ásókn í auðlindir

Við verðum að búa svo um hnútana að náttúruauðlindir okkar nýtist kynslóðum landsins hverju sinni og að aðgengi að þeim sé tryggt með sjálfbærum nýtingarétti til takmarkaðs tíma í senn.
Meira

Það er snilld að fá fótboltann aftur

Þá er tuðrusparkið hafið á ný og um næstu helgi verður loks sparkað í bolta í fyrsta alvöru keppnisleik sumarsins hér á Norðurlandi vestra. Þá vill einmitt svo skemmtilega til að liðin tvö af svæðinu mætast í 1. umferð Mjólkurbikarsins á gervigrasinu á Króknum. Við erum semsagt að tala um að lið Tindastóls tekur á móti sameinuðu liði Kormáks/Hvatar sunnudaginn 7. júní kl. 14:00. Af þessu tilefni lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir þjálfara Tindastóls, Englendinginn James McDunough, sem hóf störf á Sauðárkróki fyrir tæpu ári.
Meira

Kynningarfundur um stofnun listasafns á Skagaströnd

Í dag, miðvikudaginn 2. júní kl 18:00, fer fram kynningarfundur um stofnun kvennalistasafns á Skagaströnd. Fundurinn verður haldinn á bókasafninu á 2. hæð í Gamla kaupfélaginu að Einbúastíg 2.
Meira

Vilja ráða ungt fólk í sumarbúðirnar í Háholti

Í Háholti í Skagafirði er nú unnið að því hörðum höndum að koma húsnæðinu í stand sem fyrst þar sem ætlunin er að starfrækja sumarbúðir fyrir ungmenni með ADHD og eða einhverfu eins og Feykir greindi frá í síðustu viku. Þar sem stefnt er að því að fyrstu gestirnir komi um miðjan mánuðinn er leitað að áhugasömu starfsfólki. Feykir hafði samband við Margréti Völu Marteinsdóttur, forstöðukonu Reykjadal, sem rekið hefur sumar- og helgardvalarstað fyrir börn og ungmenni með fötlun, og forvitnaðist um þá starfsemi sem fyrirhuguð er í Háholti.
Meira

Landinn lifnar við

Hvítasunnuhelgin er jafnan ein mesta ferðahelgi sumarsins og það er ekki annað að sjá en landinn hafi verið á faraldsfæti þessa hvítasunnuna. Nú um sexleytið í kvöld höfðu ríflega 2000 bílar farið yfir Öxnadalsheiði og um 2500 yfir Holtavörðuheiði frá miðnætti. Eftir afar rólega tíð frá því um miðjan mars sökum COVID-19 virðist sem ferðasumar Íslendingsins sé komið í gang.
Meira

Japanskur kjúklingaréttur og skyrterta

„Hér kemur uppáhalds maturinn á Hlíðarbraut 3 á Blönduósi. Við erum svolítið fyrir það að hafa hlutina einfalda og fljótlega í eldhúsinu en það kemur annað slagið fyrir að við græjum eitthvað gúrme og flókið,“ sögðu matgæðingarnir Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard sem voru matgæðingar 23. tölublaðs Feykis árið 2018 .
Meira

Íslenska gæðingakeppnin – þróunin áfram :: Kristinn Hugason skrifar

Kæru lesendur, nú verður haldið áfram þar sem frá var horfið varðandi tilurð og þróun íslensku gæðingakeppninnar. Eins og áður er fram komið er talið að fyrsta keppnin hafi farið fram árið 1944, þær hafi svo nokkuð fest í sessi. Á fyrsta landsmótinu 1950 fór gæðingakeppni fram, þar var byggt á gömlu aðferðinni við að dæma kynbótahross með dómnefndarfyrirkomulagi og ekki stuðst við eiginlegan dómkvarða en í kynbótadómunum á mótinu var tekinn upp glænýr tölulegur dómkvarði.
Meira