A-Húnavatnssýsla

Föstudagurinn langi

Föstudagurinn langi er síðasti föstudagur fyrir páska. Þá minnast kristnir menn píslargöngu Jesú, krossfestingar hans og dauða á krossi, en samkvæmt guðspjöllunum gerðust þessir atburðir á síðasta föstudag fyrir páska. Þá var Jesú krossfestur ásamt tveimur ræningjum sem höfðu einnig verið dæmdir til krossfestingar.
Meira

Guðný Zoëga lætur tímann líða

Að þessu sinni leitum við ráða hjá Guðnýju Zoega varðandi tímaeyðslu. Guðný starfar nú sem lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum en áður starfaði hún sem fornleifafræðingur hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Svo var Guðný í Útsvars-liði Skagafjarðar sem náði ágætum árangri á sínum tíma.
Meira

Skírdagur – Upphaf páskahátíðar

Skírdagur er síðasti fimmtudagur fyrir páska og var upphafsdagur hinnar fornu páskahátíðar Gyðinga. Þennan dag minnast kristnir þess að Kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir hina heilögu kvöldmáltíð sem kölluð hefur verið síðasta kvöldmáltíðin.
Meira

Tvær asískar kássur

Góður pottréttur klikkar sjaldan og gengur við flest tækifæri. Í uppskriftamöppu umsjónarmanns matarþáttar Feykis leynist ógrynni uppskrifta af pottréttum með hinum ýmsu kryddum og blæbrigðum. Í 15. tbl. Feykis árið 2018 birtust uppskriftir að tveimur slíkum með austurlensku sniði, ólíkar en báðar afbragðsgóðar.
Meira

Heimur norðurljósa – Ísland – Heimildarmynd eftir Árna Rúnar Hrólfsson sýnd í Sjónvarpi Símans

Af hverju að elta Norðurljósin? Hvað eru norðurljósin? Hvernig er að upplifa norðurljósin í fyrsta skipti sem erlendur ferðamaður? Áhrif norðurljósa á íslenska list og menningu? Eftir langt ferli er heimildarmyndin Heimur norðurljósa – Ísland, eftir Árna Rúnar Hrólfsson, komin út á Sjónvarpi Símans Premium og verður einnig á dagskrá í kvöld, fimmtudaginn 9 apríl kl 19:00.
Meira

Tindastóll kynnir körfuboltabúðir á Króknum í ágúst

Körfuknattleiksdeild Tindastóls er ekki af baki dottin og kynnir nú Körfuboltabúðir Tindastóls sem verða haldnar á Sauðárkróki dagana 11.-16. ágúst næstkomandi. Búðirnar eru hugsaðar fyrir leikmenn á aldrinum 9-18 ára (fædda á árunum 2002-2011) og bæði drengi og stúlkur. Yfirþjálfari Körfuknattleiksbúða Tindastóls verður Baldur Þór Ragnarsson.
Meira

Munum að hlýða Víði – verum heima um helgina!

Góð vísa er víst aldrei of oft kveðin og það hefur sjaldan átt betur við en þessar vikurnar. Landsmenn eru minntir á að bros er betra en knús, þvo okkur um hendurnar, að spritta (útvortis) og virða sóttkví – svo eitthvað sé nefnt. Nú er síðasti virki dagur fyrir páskafríið þar sem allir ætla að vera heima. Það er því nokkuð ljóst að það verður einhver hasar í verslunum í dag þar sem fylla þarf búr, kistur og skápa af hinum ýmsu nauðsynjum.
Meira

Sviðsmyndir um framtíð atvinnulífs á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa birt Sviðsmyndir atvinnulífs á Norðurlandi vestra á vef sínum þar sem dregnar eru upp fjórar mismunandi myndir af stöðu mála í landshlutanum árið 2040 út frá ólíkum forsendum. Sviðsmyndirnar voru unnar af KPMG í tengslum við gerð nýrrar sóknaráætlunar landshlutans á síðasta ári.
Meira

Góðar væntingar til sumartunglsins

Þriðjudaginn 7. apríl var haldinn „fundur“ í Veðurklúbbi Dalbæjar sem var með öðru sniði að þessu sinni vegna hinna fordæmalausu aðstæðna sem allir þekkja. Spámenn komu ekki saman heldur var hver og einn tekinn tali einslega, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá klúbbnum. Flestallir voru á því að rétt hafi verið spáð fyrir um áttirnar í mars en mánuðurinn var heldur harðari en gert var ráð fyrir.
Meira

Ferðumst innanhúss um páskana og höldum fjölskylduboðin á netinu

Hin smitandi veirusýking, Covid 19, sem nú gengur yfir hefur haft mikil áhrif á allt mannlíf í Íslandi. Nú hafa um 1600 manns verið greindir með veiruna sem veldur sjúkdómnum, þar af 35 á Norðurlandi vestra. Góðu fréttirnar eru þær að fólk er að ná sér aftur og hafa nú 460 manns náð bata, þar af 16 á Norðurlandi vestra. Þrátt fyrir þessar góðu fréttir verðum við samt áfram að vera á tánum.
Meira