A-Húnavatnssýsla

Fiskisúpa og gulrótarkaka sem svíkur engan

Ragnar Einarsson og Margrét Arnardóttir á Sauðárkróki eru matgæðingar Feykis að þessu sinni.„Þegar kemur að matargerð á okkar heimili er það Ragnar sem á heiðurinn af öllu sem heitir eldamennska enda mikill áhugamaður um matargerð. Ég sé hins vegar um salöt og bakstur og hef reynt að taka út hveiti og sykur og nota önnur hráefni í staðinn. Þetta er ágætis verkaskipting,“ segir Margrét en þau hjón voru matgæðingar Feykis í 47. tölublaði ársins 2015. Þau ætla að bjóða uppá fiskisúpu að hætti Ragga og gulrótarköku í hollari kantinum.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra 2017 - Kosning hafin

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust fimm tilnefningar. Hægt verður að greiða atkvæði á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki. Kosningin er þegar hafin og lýkur henni kl. 12 á hádegi á nýársdag, 1. janúar
Meira

Blönduósbær auglýsir deiliskipulag fyrir gagnaver

Blönduósbær auglýsir á vef sínum tillögu að deiliskipulagi við Svínvetningabraut fyrir gagnaver í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar Blönduósbæjar frá 19. desember 2017. Tillagan samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð. Allar meginforsendur deiliskipulagsins eru í samræmi við Aðalskipulag Blönduóss 2010–2030.
Meira

Breyttur opnunartími sundlauga um jól og áramót

Nú er jólahátíðin rétt handan við hornið og rétt að huga að breyttum opnunartíma sundlauganna.
Meira

Unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Kattarauga

Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins segir frá því að undirbúningur sé hafinn hjá Umhverfisstofnun að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Kattarauga við Kornsá í Vatnsdal sem ætlað er að fjalla um markmið með verndun svæðisins og hvernig stefnt skuli að því að viðhalda verndargildi þess. Við gerð hennar er lögð mikil áhersla á samráð og samstarf við hagsmunaaðila. Að ósk Umhverfisstofnunar hefur Húnavatnshreppur tilnefnt fulltrúa í samstarfshóp um gerð áætlunarinnar og var Magnús Rúnar Sigurðsson tilnefndur af hálfu sveitarfélagsins en þar eiga einnig sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, og landeiganda.
Meira

Fjölbreytt dagskrá á árshátíð Höfðaskóla

Höfðaskóli á Skagaströnd hélt árshátíð sína þann 30. nóvember síðastliðinn. Helga Gunnarsdóttir, kennari við skólann, sendi okkur meðfylgjandi myndir og fréttir af hátíðinni:
Meira

Meðhöndlun matvæla í eldhúsinu um jólin

Mikið álag er á eldhúsum landsmanna við jólaundirbúning í desember og yfir hátíðirnar. Hreinlæti, kæling og rétt hitun matvæla er afar mikilvæg svo koma megi í veg fyrir að gestir og heimilisfólk fái matarborna sjúkdóma með tilheyrandi óþægindum.
Meira

Lífræn framleiðsla á kryddum hjá Vilko

Í haust fékk Vilko ehf. á Blönduósi vottun til framleiðslu á lífrænum kryddum. Vottun sem þessi er ekki aðeins vottun til að framleiða lífrænt vottaðar matvörur heldur einnig viðurkenning á að framleiðsluferli fyrirtækisins sé í góðu lagi.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Lið Líflands - Kidka

Fjórða liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Líflands – Kidka en fyrir því fara þau Elvar Logi og Fanney Dögg. Hafa þau fengið til liðs við sig þrjá knapa sem kepptu fyrir Íslands hönd á síðasta HM í Hollandi.
Meira

Grænkálskartöflustappa að hætti Hollendinga

Matgæðingar vikunnar í 46. tbl. ársins 2015 voru Jessie Huijberts og Hörður Óli Sæmundsson í Gröf, Húnaþingi vestra. Jessie á rætur að rekja til Hollands og ætla þau því að bjóða upp á hollenska grænkálskartöflustappu, sem Jessie segir í uppáhaldi hjá hverjum Hollendingi.
Meira