feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.12.2017
kl. 09.24
oli@feykir.is
Fyrir rúmum fjórum árum birti Feykir frétt þess efnis að kvikmyndaréttur bókarinnar Burial Rites eftir Hönnu Kent, þar sem sögð er sagan af Húnvetningunum Agnesi og Friðriki, hefði verið seldur og líkur væru á að stórleikkonan Jennifer Lawrence færi með aðalhlutverkið. Hlutirnir gerast oft löturhægt í kvikmyndaheimum en það hefur nú verið staðfest, fjórum árum síðar, að Jennifer Lawrence, sem nú er enn stærri stjarna en fyrir fjórum árum, fari með hlutverk Agnesar og að Luca Guadagnino, sem gerði eina bestu mynd þessa árs, Call Me By Your Name, ætli að leikstýra myndinni.
Meira