A-Húnavatnssýsla

Uppáhalds uppskriftir fjölskyldunnar

Það voru þau Jensína Lýðsdóttir og Bjarni Ottósson á Skagaströnd sem leyfðu lesendum að fá innsýn í uppáhaldsuppskriftirnar sínar í 22. tölublaði Feykis árið 2015. „Uppskriftirnar eru úr öllum áttum en eiga það sameiginlegt að vera í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Það eru engin jól nema hafa humarsúpuna á borðum. Og heiti rétturinn er eiginlega eini heiti rétturinn sem er gerður á heimilinu þessa stundina,“ sögðu sælkerarnir Jensína og Bjarni
Meira

Kormákur/Hvöt fær Hrunamenn í heimsókn

Meira

Stjórn félags yfirlögregluþjóna mótmælir

Stjórn félags yfirlögregluþjóna hefur skrifað dómsmálaráðherra bréf þar sem þeirri ákvörðun að vísa Kristjáni Þorbergssyni, yfirlögregluþjóni á Blönduósi, úr starfi er mótmælt harðlega.
Meira

Verða loftlínur í aðalskipulagstillögu Skagafjarðar?

Áhugafólk um ásýnd Skagafjarðar hefur boðað til upplýsinga- og umræðufundar í Miðgarði á morgun, laugardaginn 3. júní kl. 14. Til umræðu verða áform sveitarstjórnar um að festa í sessi stóriðjulínu í aðalskipulag Skagafjarðar þrátt fyrir að Landsnet hafi tekið Blöndulínu 3 út úr framkvæmdaáætlun og hafi tilkynnt að fyrirtækið ætli að vinna nýtt umhverfismat vegna línunnar þar sem jarðstrengur verður tekinn til mats.
Meira

Skráning hafin á Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði

Undirbúningur gengur afar vel fyrir Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Hveragerði um Jónsmessuhelgina, að sögn Ómars Braga Stefánssonar, framkvæmdastjóra mótsins. Dagskráin er klár og búið að setja sérgreinastjóra yfir hverja grein. Landsmót UMFÍ fyrir fimmtíu ára og eldri hafa verið haldin víðs vegar um landið síðan fyrsta mótið var haldið á Hvammstanga árið 2011. Mótið hefur stækkað og dafnað með hverju árinu og hefur keppendum fjölgað jafnt og þétt. Ómar Bragi býst við miklum fjölda á mótið nú í júní og hugsanlega metskráningum.
Meira

Nýr forstöðumaður ráðinn

Ari Jóhann Sigurðsson hóf í dag störf sem forstöðumaður á heimili fyrir fatlað fólk á Blönduósi. Ari hefur starfað sem forstöðumaður á meðferðarheimilinu Háholti undanfarin ár en eins og fram hefur komið er það nú að hætta starfsemi sinni.
Meira

Húnavaka er komin út

Húnavaka, héraðsrit USAH, er komið út. USAH hefur staðið árlega að útgáfu ritsins frá árinu 1961 og er það vettvangur fyrir húnvetnska sögu og menningu. Í ritinu að þessu sinni kennir ýmissa grasa, m.a. er þar að finna viðtal við Sigrúnu Magnúsdóttur, fyrrverandi ráðherra, ferðasögur, frásagnir, kveðskap og fréttaannála úr héraði svo eitthvað sé nefnt. Þá eru í ritinu myndir af börnum fæddum árið 2016 og unglingum fæddum árið 2002. Ritstjóri er Ingibergur Guðmundsson
Meira

SSNV úthlutar tæpum 85 milljónum í atvinnu- og menningarstyrki

Úthlutun styrkja á vegum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) til menningarmála og atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2017 er lokið. Styrkir eru veittir úr tveimur sjóðum; Uppbyggingarsjóði, þar sem úthlutað var rúmum 67 millj. kr. og Atvinnu- og nýsköpunarsjóði en þar var úthlutað rúmum 17 millj. kr. Í heild bárust 150 umsóknir þar sem óskað var eftir 200 milljónum kr. í styrki. Úthlutað var styrkjum til 90 verkefna. Fyrri úthlutun ársins fór fram í febrúar sl. en þá var úthlutað um 66 millj. kr. Seinni úthlutun var í maí og þá var úthlutað 18,5 millj. kr.
Meira

Báru mann niður af Spákonufellsborg

Björgunarsveitir í Húnavatnssýslu og Skagafirði fengu beiðni um aðstoð vegna manns sem var á gangi við Spákonufellsborg í gær en hann kvartaði yfir brjóstverk og komst ekki leiðar sinnar en hann var þá staddur í u.þ.b. 500 m.y.s.. Björgunarsveitir á svæði 9 og 10 mættu á svæðið ásamt sjúkraflutningamönnum og lækni.
Meira

Sjúkraflutningamenn eru ekki allir ánægðir

Sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafa ekki dregið uppsagnir sínar til baka og er einn þeirra hættur að því er fram kom í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag. Samkomulagið sem tókst á föstudag var sagt marka tímamót þar sem nú væru allir sjúkraflutningamenn á landinu komnir með kjarasamning. Þórður Pálsson, sjúkraflutningamaður á Blönduósi segir í samtali við RÚV að þetta sé ekki rétt þar sem einungis sé um samkomulag að ræða sem sjúkraflutningamenn séu ekki allir ánægðir með.
Meira