A-Húnavatnssýsla

Hátíðahöld þjóðhátíðardagsins

17. júní, þjóðhátíðardagur Íslendinga, er á morgun og fögnum við þá 43 ára afmæli sjálfstæðisins. Af því tilefni verður víða mikið um dýrðir.
Meira

Rekstur A og B hluta Blönduósbæjar jákvæður um 54 millj. kr.

Rekstrartekjur Blönduósbæjar árið 2016 námu 982,7 millj. kr. samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta sem er 86 millj. kr. hærri tekjur en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir. Tekjur samstæðunnar hækka um 141,7 millj. á milli ára sem gerir um 17% hækkun tekna.
Meira

Kvennahlaupið verður á sunnudaginn

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram næsta sunnudag, þann 18. júní, og verður hlaupið á fjölmörgum stöðum á landinu. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hlaupsins verður hlaupið á níu stöðum á Norðurlandi vestra. Þeir eru:
Meira

Undirskriftir tæplega 1200 manna afhentar í dag

Í dag verður ráðuneytisstjóra Dómsmálaráðuneytisins, í fjarveru Sigríðar Á Andersen, afhentur undirskriftalisti sem tæplega 1200 manns rituðu nafn sitt á til að mótmæla harðlega fyrirvaralausri brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar yfirlögregluþjóns á Blönduósi úr starfi. Afhendingin fer fram klukkan 13:00 að Sölvhólsgötu 7 og er öllum velkomið að mæta.
Meira

Ársfundur Þekkingarsetursins á Blönduósi

Nýlega var ársfundur Þekkingarsetursins á Blönduósi haldinn í Kvennaskólanum á Blönduósi. Á dagskrá voru venjuleg ársfundarstörf og kynning á starfsemi setursins árið 2016. Starfsemin var fjölbreytt á árinu og unnið með samþykktir setursins að leiðarljósi: Að nýta aðstæður og svæðisbundna sérstöðu til þess að stuðla að aukinni þekkingu og fjölbreytni atvinnulífs með fræðastarfi, eflingu háskólamenntunar, vísindarannsóknum og nýsköpun á sérsviðum setursins, strandmenningu, laxfiskum og textíl.
Meira

Smábæjarleikarnir á Blönduósi um helgina

Smábæjarleikar Arionbanka verða haldnir á Blönduósi helgina 17.-18. júní. Smábæjarleikarnir eru knattspyrnumót sem hugsað er fyrir félagslið minni bæjarfélaga úti á landi, bæði stelpur og stráka í 5., 6., 7. og 8. flokki og er þetta í 14. sinn sem leikarnir eru haldnir. Spilað er í riðlakeppni á laugardag og sunnudag en tekið er á móti liðum á föstudag.
Meira

Kaffihlaðborð í Skagabúð

Kvenfélagið Hekla verður með sitt sívinsæla og margrómaða kaffihlaðborð í Skagabúð á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 14:00-17:00. Í tilkynningu frá félaginu segir að aðgangseyrir sé 1.700 kr. fyrir 13 ára og eldri, 1.000 kr. fyrir 7-12 ára en frítt fyrir 6 ára og yngri. Ekki er hægt að greiða með korti.​
Meira

N4 gefur út landsbyggðablað

„N4 Landsbyggðir“ er nýtt blað sem N4 gefur út og lítur fyrsta tölublaðið dagsins ljós í næstu viku, þriðjudaginn 20. júní. Blaðið verður prentað í 54.500 eintökum á umhverfisvænan og svansvottaðan pappír hjá Ísafoldarprentsmiðju. N4 Landsbyggðir er eina fríblað landsins sem dreift er á öll heimili á landsbyggðunum sem ekki afþakka fjölpóst. Þá verður blaðinu einnig dreift til allra fyrirtækja landsins.
Meira

Ráðstefna um stöðu mála á Norðurlandi vestra

Ráðstefna um stöðu mála á Norðurlandi vestra var haldin mánudaginn 12. júní sl. Ráðstefnan var haldin að frumkvæði Kaupfélags Skagfirðinga í samvinnu við sveitafélög á svæðinu. Inntak ráðstefnunnar var víðfeðmt og voru haldnar framsögur um landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, menningarmál, ferðaþjónustu, stóriðju og sveitarstjórnarmál. Um 100 manns sóttu ráðstefnuna úr öllum kimum samfélagsins og var ánægjulegt að sjá jafnt kynjahlutfall framsögumanna á ráðstefnunni, þrjár konur og þrír karlar.
Meira

Mikil verðmæti í húfi

Fyrir skemmstu bárust svör þriggja ráðherra við spurningum Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur alþingismanns VG í Norðvesturkjördæmi um sjávarrof, sjávarflóð og sjóvarnir. Sjávarrof hefur valdið landeyðingu víða um land og orði til þess að minjar um búsetu og lífsbaráttu genginna kynslóða eru horfnar eða í hættu og í sumum tilvikum á þetta einnig við um mannvirki sem nútímafólk hefur reist og notar.
Meira