A-Húnavatnssýsla

Opið hús í Bílskúrsgalleríinu á Blönduósi

Á morgun, fimmtudaginn 22. júní, verður opið hús í Bílskúrsgalleríinu við Kvennaskólann á Blönduósi milli klukkan 17:00 og 19:00. Þá munu listamenn hjá Textílsetri Íslands bjóða til textílsýningar og klukkan 19:00 verður myndin The Grant Green Story, eftir Sharony Green, sýnd. Myndin fjallar um jazzgítarleikarann Grant Green sem er best þekktur fyrir störf sín fyrir Blue Note Records, fyrsta óháða jazzplötufyrirtæki Bandaríkjanna.
Meira

Fleiri húnvetnskar ár að opna

Laxveiði er nú hafin í Laxá á Ásum sem og í Vatnsdals- og Víðidalsá og fer vel af stað.
Meira

Opið hús í Nes Listamiðstöð

Nes Listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús nk. fimmtudag, þann 22. júní frá klukkan 16 til 18. Klukkan 17 verður heimsfrumsýning á stuttmyndinni „Wait“, eftir Emily Prism og Zephyr Amethyst með íslenskum texta Laufeyjar Lindar Ingibergsdóttur. Klukkan 17:30 verður sjónræn kynning og upplestur sem er í höndum Mimi Cabell og Phoebe Stubbs.
Meira

Þekktur golfkennari í heimsókn

Hinn þekkti golfkennari, John R. Garner, mun verða í heimsókn hjá golfklúbbunum á Sauðárkróki og á Blönduósi af og til í sumar, fyrst nú í vikunni, og sinna þar kennslu.
Meira

Munum þá sem gleyma

Alþingi fjallaði um mörg mál á nýafstöðnu þingi og nokkur þeirra hlutu samþykki sem lög eða þingsályktanir eða var vikið til hliðar. Þetta 146. þing fer þó fjarri því í sögubækurnar sem árangursríkt og afkastamikið. Sum málanna teljast aðkallandi, brýn og þörf en fengu ekki framgang. Það sem efst var á forgangslista Samfylkingar voru eins og jafnan áður velferðarmálin, m.a. þau sem lúta að barnafjölskyldum, bættri heilbrigðisþjónustu, húsnæðismálum, sjúkratryggingum, málefnum eldri borgara og hagsmunamálum öryrkja auk annarra mála, s.s. samgöngumála.
Meira

Góður vinnufundur í Húnaveri

Mánudaginn 12. júní var haldinn fundur í Húnaveri fyrir sveitarfélög, landeigendur og ferðaþjónustuaðila þar sem Guðrún Brynjólfsdóttir sérfræðingur, Hjörleifur Finnsson verkefnisstjóri Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri voru meðal forsögumanna. Að sögn Davíðs Jóhannssonar, ráðgjafa á sviði ferðamála hjá SSNV og skipuleggjanda fundarins var um vinnufund að ræða og hann því ekki auglýstur opinberlega, eftir að dagsetning hans var ákveðin snemma í maí.
Meira

Horft norður

Áskorandinn - Arnar Árnason brottfluttur Blönduósingur
Meira

Japanskur kjúklingaréttur og Súkkulaði-karamelludraumur

„Við kjósum að hafa eldamennskuna fljótlega og þægilega og deilum því með lesendum þessum bráðgóðu og einföldu uppskriftum,“ segja matgæðingarnir í 7. tölublaði Feykis árið 2015, þau Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard, á Blönduósi.
Meira

Lúpínu eytt í Spákonufellshöfða

Í næstu viku mun fimm manna hópur sjálfboðaliða frá Umhverfisstofnun vinna að eyðingu lúpínu á Spákonufellshöfða við Skagaströnd. Markmið verkefnisins er að hefta útbreiðslu lúpínunnar í friðlandinu í Höfðanum og endurheimta með því þau gróðursvæði sem lúpínan hefur lagt undir sig, að því er segir á vef Skagastrandar. Þar sem verkefnið er umfangsmikið og ekki auðvelt viðureignar auglýsir sveitarfélagið eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í verkefninu. Verkið er unnið í nánu samstarfi við áhaldahús og vinnuskóla.
Meira

Ráðið í stöðu ferðamálafulltrúa A-Húnavatnssýslu

Þórdís Rúnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu ferðamálafulltrúa Austur-Húnavatnssýslu. Þórdís er menntuð sem ferðamálafræðingur frá Háskólanum á Hólum og er auk þess með diplómu í viðburðastjórnun og landvarðarréttindi og hefur hún unnið margvísleg störf sem tengjast ferðaþjónustu , verkefnastjórnun og viðburðastjórnun. Þórdís kemur frá Reykjanesbæ en meðan á námi stóð bjó hún á Hólum í Hjaltadal. Hún mun setjast að á Blönduósi ásamt sonum sínum tveimur sem eru á grunnskólaaldri.
Meira