A-Húnavatnssýsla

N4 gefur út landsbyggðablað

„N4 Landsbyggðir“ er nýtt blað sem N4 gefur út og lítur fyrsta tölublaðið dagsins ljós í næstu viku, þriðjudaginn 20. júní. Blaðið verður prentað í 54.500 eintökum á umhverfisvænan og svansvottaðan pappír hjá Ísafoldarprentsmiðju. N4 Landsbyggðir er eina fríblað landsins sem dreift er á öll heimili á landsbyggðunum sem ekki afþakka fjölpóst. Þá verður blaðinu einnig dreift til allra fyrirtækja landsins.
Meira

Ráðstefna um stöðu mála á Norðurlandi vestra

Ráðstefna um stöðu mála á Norðurlandi vestra var haldin mánudaginn 12. júní sl. Ráðstefnan var haldin að frumkvæði Kaupfélags Skagfirðinga í samvinnu við sveitafélög á svæðinu. Inntak ráðstefnunnar var víðfeðmt og voru haldnar framsögur um landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, menningarmál, ferðaþjónustu, stóriðju og sveitarstjórnarmál. Um 100 manns sóttu ráðstefnuna úr öllum kimum samfélagsins og var ánægjulegt að sjá jafnt kynjahlutfall framsögumanna á ráðstefnunni, þrjár konur og þrír karlar.
Meira

Mikil verðmæti í húfi

Fyrir skemmstu bárust svör þriggja ráðherra við spurningum Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur alþingismanns VG í Norðvesturkjördæmi um sjávarrof, sjávarflóð og sjóvarnir. Sjávarrof hefur valdið landeyðingu víða um land og orði til þess að minjar um búsetu og lífsbaráttu genginna kynslóða eru horfnar eða í hættu og í sumum tilvikum á þetta einnig við um mannvirki sem nútímafólk hefur reist og notar.
Meira

Sunnudagsljóðið

Sunnudagsljóðið er að sjálfsögðu helgað sjómannadeginum. Það heitir Sjómenn og er eftir Harald Zophoníasson. Ljóðið var flutt á Dalvík á sjómannadaginn 8. júní 1941.
Meira

Hunangs- og sojagljáður kjúklingur og sænsk Kladdkaka

Matgæðingar vikunnar í 23. tölublaði Feykis 2015 voru Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir og Brynjar Már Eðvaldsson. Þau buðu lesendum upp á girnilegar uppskriftir af Bruschetta í forrétt, hunangs- og sojagljáðan kjúkling og sænska Kladdköku með karamellukremi í eftirrétt.
Meira

Gott öryggi á leikskólum

„Í sjónvarpsfréttum RÚV þann 5. júní 2017, var fullyrt að eftirlit og ástand leiktækja á opinberum leiksvæðum m.a. leikskólum væri í molum. Umræddar fullyrðingar sem fallnar eru til þess að valda foreldrum barna óþarfa ótta, standast ekki nánari skoðun,“ segir á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Meira

Prjónagjörningur og fjöldi námskeiða og fyrirlestra

Textílsetur Íslands og Þekkingarsetrið á Blönduósi standa saman að prjónahátíðinni Prjónagleði sem haldin verður á Blönduósi um komandi helgi, dagana 9.-11. júní. Prjónagleði er samvera áhugafólks um prjónaskap þar sem fólk miðlar og lærir hvort af öðru og er hátíðin nú haldin í annað sinn. Stefnt er að því að hátíðin verði árlegur viðburður.
Meira

Opið hús Vörusmiðja - Sjávarrannsóknir

Í tengslum við hátíðahöld Sjómannadagsins á Skagaströnd, laugardaginn 10. júní, býður Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. gestum að skoða rannsóknastofu félagsins.
Meira

Áfram kalt í veðri

Þrátt fyrir að snjóað hafi til fjalla undanfarna sólarhringa eru allir helstu vegir landsins greiðfærir. Á Þverárfjallsvegi er hiti um frostmark, ein gráða á Vatnsskarði og núll gráður á Holtavörðuheiði en annars hægur vindur og akstursskilyrði í fínu lagi. Spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi kulda norðan lands.
Meira

Það verður prjónað á Blönduósi um helgina

Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi um næstu helgi, hefst á morgun 9. júní og henni lýkur á sunnudag. Þetta er önnur prjónahátíðin sem haldin er á vegum Textílseturs Íslands en fyrirmyndin er prjónahátíðin á Fanø í Danmörku. Á hátíðinni verður boðið upp á allt að 20 námskeið og fyrirlestra sem tengjast prjóni með einum eða öðrum hætti.
Meira