A-Húnavatnssýsla

Ósáttur við brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar

Í frétt á Vísir.is er greint frá því að Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn og fyrrverandi formaður félags yfirlögregluþjóna sé afar ósáttur við brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á Blönduósi, sem vikið var frá störfum fyrr í þessum mánuði. Eins og komið hefur fram var ástæða brottvikningarinnar sparnaður hjá embættinu. Stutt er í að Kristján nái eftirlaunaaldri, aðeins eitt ár þegar greiðslu biðlauna lýkur.
Meira

Fjölmennur stofnfundur Framfarafélagsins

Fullt var út úr dyrum á stofnfundi Framfarafélagsins, laugardaginn 27. maí. Sigmundur Davíð formaður félagsins boðaði til fundarins og voru fundarmenn nærri 250 talsins. Anna Kolbrún Árnadóttir var fundarstjóri og setti fundinn og Sigmundir Davíð var með ávarp í framhaldinu og Eyþór Arnalds var einnig með erindi.
Meira

Sjúkraflutningamenn og ríkið ná samkomulagi

Fyrir helgina náðust samningar í kjaradeilu sjúkraflutningamanna á Blönduósi og ríkisins. Valdimar Friðriksson, framkvæmdastjóri slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segist í samtali við RÚV vera sáttur við niðurstöðuna og vonast hann til að sama gildi um félagsmenn. Með samkomulaginu eru sjúkraflutningamönnum m.a. tryggðar bakvaktagreiðslur með sama formi og öðrum opinberum starfsmönnum.
Meira

Nú safna kjuðarnir ryki

Áskorendapistill Ómars Árnasonar
Meira

Til varnar sagnfræðinni

Bókaútgáfan Sæmundur hefur sent frá sér fræðiritið Til varnar sagnfræðinni eftir franska sagnfræðinginn Marc Bloch (1886-1944). Í tilkynningu frá útgáfunni segir að um sé að ræða eitt af áhrifamestu ritum sem samið hefur verið um vinnubrögð og aðferðir sagnfræðinga enda hefur bókin verið notuð fram á þennan dag sem kennslubók í aðferðafræði í háskólum víða um heim.
Meira

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra slitið í dag

Alls brautskráðust 75 nemendur frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra af tólf námsbrautum í dag í hátíðlegri athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Rúmlega 550 nemendur stunduðu nám við skólann og um 60 manns störfuðu þar í vetur. Fjöldi gesta var viðstaddur athöfnina sem stóð yfir í rúma tvær klukkustundir.
Meira

Lambahryggur með kryddhjúp og Hindberjagums

Dagný Stefánsdóttir og Róbert Logi Jóhannsson á Laugamýri í Skagafirði voru matgæðingar vikunnar í 20. tölublaði Feykis árið 2015. Þau buðu lesendum upp á girnilegar uppskriftir af lambahrygg með kryddhjúp og Hindberjagumsi í eftirrétt, væntanlega meira og minna úr eigin framleiðslu. „Ég kann ekkert á skammta ég dassa alltaf þannig að þetta er bara einhvern veginn svona,“ segir Dagný.
Meira

Ruslið burt á Skagaströnd

Íbúar Skagastrandar eru hvattir til að taka til hendinni og taka til í nánasta umhverfi sínu á morgun, laugardaginn 27. maí. Á vef sveitarfélagsins er bent á það að vorið sé komið og þá sé við hæfi að fríska upp á það sem úrskeiðis hefur farið yfir veturinn. Endurvinnslustöðin tekur á móti úrgangi milli klukkan 13:00 og 17:00 og verður ekkert gjald tekið fyrir þann úrgang sem berst þennan dag.
Meira

Afar háar frjótölur þessa dagana

Óvenjugott veðurfar á landinu undanfarin misseri hefur leitt til þess að gróðurinn er mun fyrr á ferðinni þetta vorið en vanalega. Það hefur í för með sér að frjótölur eru nú mjög háar og á Akureyri mældust frjótölur birkifrjókorna 658 á sunnudaginn en það er allra hæsta frjótala sem mælst hefur á einum sólarhring á landinu samkvæmt frétt RUV í gær.
Meira

Útvarpsmessur teknar upp í Blönduóskirkju

Útvarpsmessur úr Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmi verða teknar uppp í Blönduósskirkju í dag og á morgun. Þeim verður svo útvarpað á Rás 1 á sunnudagsmorgnum í sumar og hefjast þær klukkan 11. Allar upptökurnar fara fram í Blönduóskirkju og er fólki er boðið að koma í kirkjuna og vera við upptökur á messunum. Hér er um hefðbundnar messur er að ræða og hver messa verður sungin í heild án þess að gert verði hlé. Það er betra vegna hljómburðar að fólk sitji á bekkjum og einnig gerir það andrúmsloftið eðlilegra, að því er segir í auglýsingu frá prófasti.
Meira