A-Húnavatnssýsla

Sunna Þórarinsdóttir hlaut styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ

Í gær var styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands úthlutað til 28 nemenda úr 16 framhaldsskólum víðsvegar að af landinu. Er þetta í tíunda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
Meira

Aðalheiður Ingvarsdóttir Íslandsmeistari í spjótkasti

Einn þátttakandi fór fyrir hönd USAH á Meistaramót Íslands 11 – 14 ára í frjálsum íþróttum núliðna helgi. Það var hún Aðalheiður Ingvarsdóttir frá Hólabaki og stóð hún sig með stakri prýði.
Meira

Óskynsamleg uppbygging flugstöðvar í 102 RVK

Ungliðahreyfing Viðreisnar harmar áform Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra, um byggingu nýrrar flugstöðvar í Vatnsmýrinni og segir að slíkar framkvæmdir yrðu fyrst og fremst til þess fallnar að ýta undir sundrung og skotgrafastjórnmál og flækja umræðuna um framtíð flugvallarins enn frekar. Að mati Ungliðahreyfingarinnar er hugmyndin vanhugsuð og á skjön við þarfir og óskir almennings.
Meira

Viðræður um sameiningu sveitarfélaga

Undanfarið hafa Sveitarfélagið Skagafjörður og Skagabyggð átt óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Þetta var rætt á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22. júní sl. og sat Vignir Sveinsson, oddviti Skagabyggðar, fundinn undir þeim dagskrárlið.
Meira

Lummur, lummur og fleiri lummur

Þar sem Lummudagar verða í Skagafirði um helgina er tilvalið að rifja upp nokkrar lummuuppskriftir sem birtust í Feyki fyrir tveimur árum síðan.
Meira

Þverárfjallsvegur lokaður tímabundið

Veginum um Þverárfjall hefur verið lokað tímabundið þar sem unnið er að því að koma tengivagni flutningabíls, sem fór þar á hliðina í gær, aftur á réttan kjöl. Reiknað er með því að aðgerðin geti tekið um tvo tíma en tilkynning um lokunina var sett á vef Vegagerðarinnar kl. 15:46 í dag.
Meira

1219 kærðir frá áramótum

Nú fer enn ein helgin í hönd með fríum og ferðalögum og er ekki úr vegi að minna ferðalanga á að gæta varúðar og muna að best er að koma heill heim og að hálftími til eða frá skiptir sjaldnast öllu máli. Sem betur fer hefur lögreglan vökult auga á vegum úti og á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að frá áramótum hafi 1219 ökumenn verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæminu sem er mikil aukning frá því á sama tíma í fyrra þegar sambærileg tala var 556 ökumenn.
Meira

100 ára afmæli Líflands

Á morgun, laugardaginn 24. júní, ætlar Lífland að fagna 100 ára afmæli í öllum verslunum sínum milli klukkan 12 og 15, þar á meðal í versluninni á Blönduósi. Í boði verða grillaðar pylsur, gos og afmæliskaka og einnig verður skemmtun fyrir börnin. Þá verður boðið upp á spennandi afmælistilboð, m.a. á hnökkum, reiðfatnaði og reiðtygjum svo eitthvað sé nefnt. Vonast er til að sem flestir láti sjá sig og eigi skemmtilega stund saman.
Meira

Góð ráð við grillið

Nú standa fyrir dyrum mikil götugrill í Skagafirði í tilefni Lummudaga og að sjálfsögðu er grillvertíðin á fullu hjá landsmönnum öllum. Því er ekki úr vegi að birta þessar leiðbeiningar til grillara sem Matvælastofnun sendi frá sér. Þar segir:
Meira

Fólksfjöldi stendur í stað á Norðurlandi vestra

Fólksfjöldi stendur í stað á Norðurlandi vestra síðustu tvö árin en sé litið til 15 síðustu ára kemur í ljós að fækkað hefur um 0,7% og er það eini landshlutinn fyrir utan Vestfirði þar sem fóki hefur ekki fjölgað undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög 2017.
Meira