A-Húnavatnssýsla

Smábæjarleikarnir á Blönduósi haldnir í blíðskaparveðri

Þrettándu Smábæjarleikar Arion banka voru haldnir á Blönduósi um helgina og var gerður góður rómur að. Þar öttu saman kappi hressir knattspyrnukrakkar í 4.,5.,6.,7. og 8. flokki en alls voru það 49 lið frá hinum ýmsu smábæjum landsins sem kepptu.
Meira

Allur búnaður eins og best verður á kosið

Glæsilegur sjúkrabíll, af gerðinni Benz Sprinter, kom á Blönduós á dögunum og leysir af hólmi eldri bíl sömu gerðar sem þar var fyrir. Er hann úr annarri sendingum af tveimur sem Rauði krossinn hefur látið innrétta í Póllandi og flutt til landsins, en fyrsta sendingin kom á síðasta ári. Að sögn Einars Óla Fossdal er allur búnaður í bílnum eins og best verður á kosið, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk.
Meira

Þjóðhátíðarkaffi í Skagabúð

Kvenfélagið Hekla heldur sitt árlega og sívinsæla kaffihlaðborð á þjóðhátíðardaginn 17. júní frá klukkan 14 til 17 í Skagabúð. Verð er 1.700 krónur fyrir 13 ára og eldri og 1.200 krónur fyrir börn 7 til 12 ára. „Gleðjumst saman í þjóðhátíðarstemningu, hlökkum til að sjá ykkur,“ segir í auglýsingu frá kvenfélaginu.
Meira

Dagskrá hátíðarhalda á Blönduósi 17. júní

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á Blönduósi 17. júní. Að venju verður boðið upp á ýmislegt til skemmtunar og afþreyingar. Hefðbundin skrúðganga verður farin frá SAH Afurðum að Félagsheimilinu og hefst hún klukkan 13:30. Síðan verður hátíðardagskrá á Bæjartorgi með hugvekju, fjallkonu, tónlist og hátíðarræðu svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Vel sóttur framboðsfundur Guðna Th.

Margt var um manninn á Mælifelli, Sauðárkróki í dag en þar hélt Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi fund. Á fundinum reifaði Guðni hugmyndir sínar um forsetaembættið, fór með gamansögur og svaraði spurningum úr sal.
Meira

70 björg­un­ar­gall­ar gefnir á sjö árum

Slysa­varna­skóli sjó­manna fékk tíu björg­un­ar­galla að gjöf frá VÍS á dögunum. Samkvæmt fréttatilkynningu voru gall­arn­ir af­hent­ir í kjöl­far sjó­mannadags­ins en þetta er í sjö­unda sinn, sem full­trú­ar VÍS færa skól­an­um tug björg­un­ar­galla að gjöf og því orðinn fast­ur ár­leg­ur liður.
Meira

Skagginn verður haldin 26.-28. ágúst

Bæjarhátíðin Skagginn verður haldin í annað sinn á Skagaströnd helgina 26. - 28. ágúst næstkomandi. Á Facebook-síðu viðburðarins kemur fram að dagskráin sé í mótun og er stefnt á að kynna dagskrárliði jafnt og þétt út júnímánuð.
Meira

Steinunn Rósa formaður kjördæmisráðs VG

Á kjördæmisþingi VG sem fram fór um liðna helgi var kjörin ný stjórn kjördæmisráðsins. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir á Sauðárkróki var kjörin formaður en aðrir í stjórn eru Rún Halldórsdóttir á Akranesi og Bjarki Þór Grönfeldt í Borgarnesi.
Meira

Húnahornið 15 ára í dag

Í dag eru liðin 15 ár frá því fyrsta fréttin var skrifuð og birt á Húnahorninu sem er er vefmiðill fyrir Austur-Húnavatnssýslu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og umhverfi vefmiðla breyst mikið. Vefmiðlar koma og fara en miðill af þessu tagi er jafn mikilvægur í dag og hann var fyrir 15 árum.
Meira

Forval VG í Norðvesturkjördæmi

Aðalfundur kjördæmisráðs VG í Norðvesturkjördæmi fór fram á Hvanneyri síðastliðinn laugardag, þann 11. júní. Á fundinum var samþykkt að fram fær forval vegna komandi alþingiskosninga, miðað er við að forvalið fari fram seinnipartinn í ágúst næstkomandi og kosið verði um röðun í sex efstu sæti listans.
Meira