A-Húnavatnssýsla

Andri Snær, Stephan G. Skagfirðingar

Þegar ég ritaði ævisögu Stephans G. Stephanssonar vandi ég ferðir mínar í Skagafjörð, kynntist sögu héraðsins og ágætum Skagfirðingum. Síðan hefur mér verið hlýtt til héraðsins. Það hefur lengi loðað við ímynd Skagfirðinga að þeir séu djarfmæltir gleðimenn og hreinskilnir, þori að segja það sem segja þarf. Eitt þekktasta ljóð Stephans G. er Fjallið Einbúi og mörgum eru þessar ljóðlínur tamar: „Hann stendur sem hreystinnar heilaga mynd, / og hreinskilnin klöppuð úr bergi.“ (Andvökur I 378)
Meira

Íslenskur júní

Takk fyrir, það er fátt sem sameinar þjóðina betur en íþróttaafrek á erlendri grund, nema kannski náttúruhamfarir hér heima fyrir. Þá brýst fram tilfinningaveran sem blundar undir hörðum skráp sem aldagömul tilvera hefur búið okkur, og það má.
Meira

Forsetakosningar 2016

Fyrir þessar kosningar hefur verið óvenjulega mikið talað um óskýrar reglur varðandi stöðu forseta Íslands. Í minni vitund hefur það aldrei verið neitt vafamál að honum er ætlað það hlutverk, sem þjóðkjörnum fulltrúa, að vera fulltrúi þjóðarinnar allrar og öryggisventill gagnvart óhyggilegum lagasetningum flokkspólitískra meirihluta afla á þingi, eða öðrum varhugaverðum ákvörðunum stjórnar, sem orkað geta tvímælis og þjóðin öll á að fá að greiða atkvæði um áður en gert er að lögum.
Meira

Áfram hlýtt en kólnar eftir helgina

Suðvestlæg eða breytileg átt er á Ströndum og Norðurlandi vestra, 3-8 og léttskýjað, en þokuloft við ströndina. Hiti 12 til 20 stig. Þykknar upp á morgun, dálítil rigning síðdegis.
Meira

Hægt er að kjósa í sendiráðinu í París

Utanríkisráðuneytið vill benda Íslendingum erlendis á að utankjörstaðatkvæðagreiðsla er enn möguleg. „Mikilvægt er að hafa í huga að kjósendur erlendis verða sjálfir að koma atkvæði sínu heim,“ segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.
Meira

Fyrsti heimaleikur Tindastóls á föstudagskvöld

Karlalið m.fl. Tindastóls mætir Þrótti Vogum í fyrsta heimaleik sumarsins klukkan 19:00 næstkomandi föstudag, 24. júní.
Meira

Álft olli rafmagnsleysi á Sauðárkróki

Rafmagnslaust varð á Sauðárkróki klukkan 18:37 í gærkvöldi. Rafmagnsleysið stóð yfir í tæpan klukkutíma.
Meira

Landsbankamótið í fótbolta haldið um helgina

Hið árlega Landsbankamót í fótbolta verður haldið á Sauðárkróki um komandi helgi. Stúlkur í 6. flokki, alls staðar af landinu etja kappi á mótinu, sem hefst á laugardagsmorgni og klárast um miðjan dag á sunnudaginn.
Meira

Sjaldséð jarðaberjatungl á lofti í kvöld

Sumarsólstöður eru á Norðurhveli jarðar klukkan 22:34 í kvöld. Það þýðir að sólin kemst ekki hærra á loft hjá okkur og mun því fara lækkandi.
Meira

Björgvin er tekinn til starfa

Nýr blaðamaður, Björgvin Gunnarsson, er tekinn til starfa hjá Feyki og mun vera hjá blaðinu í sumar. „Ég hlakka mjög til að takast á við verkefni sumarsins og vona að ég muni eiga góð samskipti við fólkið á Norðurlandi vestra,“ segir Björgvin.
Meira