A-Húnavatnssýsla

Valgarð og Sirkus efstir og jafnir

Tveir hestar eru efstir og jafnir í flokki 4v stóðhesta eftir fordóma í gærmorgun. Það eru þeir Valgarð frá Kirkjubæ, sýndur af Guðmundir Fr. Björgvinssyni og Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk, sýndur af Agnari Þór Magnússyni. Hlutu þessir hestar 8,45 í aðaleinkunn.
Meira

Katla frá Ketilsstöðum með 8,70 eftir forkeppni í tölti

Katla frá Ketilsstöðum og Bergur Jónsson leiða keppni í tölti á Landsmóti hestamanna á Hólum, eftir að forkeppni lauk í gærkvöldi. Í öðru sæti eru Stormur frá Herríðarhóli og Árni Björn Pálsson og í því þriðja Gloría frá Skúfslæk og Jakob Svavar Sigurðsson.
Meira

Kolka efst í flokki 5 vetra hryssna

Dómum í flokki 5 vetra hryssna á Landsmóti hestamanna lauk á Hólum um miðjan dag í gær. Grunsdóttirin Kolka frá Breiðholti stendur efst í flokknum fyrir yfirlit sem fer fram á fimmtudag. Jöfn Kolku með 8,39 í aðaleinkunn er svo Kiljansdóttirin Katla frá Feti sýnd af Ólafi Andra Guðmundssyni.
Meira

Hrannar frá Flugumýri II og Eyrún Ýr efst eftir forkeppni í A-flokki gæðinga

Íslandsmeistarinn í fimmgangi, Hrannar frá Flugumýri II er efstur eftir forkeppni í A-flokki gæðinga, sýndur af Eyrúnu Ýr Pálsdóttur. Hlutu þau 9,06 í aðaleinkunn. Annar er Arion frá Eystra-Fróðholti með 8,96, knapi Daníel Jónsson.
Meira

Einn komma á milli Loka og Nökkva

Loki frá Selfossi og Árni Björn Pálsson eru enn í efsta sæti eftir milliriðlar í B-flokki á Landsmóti hestamanna á Hólum, með 8,85 í einkunn. Í öðru sæti eru Nökkvi frá Syðra-Skörðugili og Jakob Svavar Sigurðsson, en aðeins komma aðskilur Loka og Nökkva. Það má því búast við afar spennandi úrslitum.
Meira

Sveitafélagið Skagaströnd styrkir efnilegan kúluvarpara

Á sveitastjórnarfundi á Skagaströnd á dögunum barst erindi frá frjálsíþróttadeild FH sem leitar eftir styrktaraðila fyrir Stefán Velemir en hann þykir einn efnilegasti kúluvarpari landsins.
Meira

Guðný Rúna og Þruma í öðru sæti eftir forkeppni

Guðný Rúna Vésteinsdóttir og Þruma frá Hofsstaðaseli eru í öðru sæti eftir forkeppni í unglingaflokki á Landsmóti hestamanna á Hólum. Guðný Rúna keppir fyrir hestamannafélagið Skagfirðing. Það eru Hafþór Hreiðar Birgisson og Villimey frá Hafnarfirði leiða keppnina með 8,62. Guðný Rúna og Þruma hlutu 8,60 í heildareinkunn og í þriðja sæti eru Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Héla frá Grímsstöðum, með 8,59.
Meira

Náðu í fyrstu tíuna á Landsmótinu

Ísólfur Líndal sýndi 5 vetra hryssuna Nútíð frá Leysingjastöðum í gær. Hlutu þau fyrstu tíuna á kynbótabrautinni á þessu Landsmóti, fyrir hægt stökk.
Meira

Nýr heitur pottur við Sundlaug Skagastrandar

Þann 22. júní fór fram fundur hjá sveitastjórn Skagastrandar. Þar var lögð fram tillaga að nýjum heitum potti við Sundlaug Skagastrandar en tillagan var unnin af Ágústi Hafsteinssyni, arkitekt.
Meira

Fornleifarannsóknir hefjast á Þingeyrum

Greint er frá því á huni.is í dag að á Þingeyrarklaustri í A-Húnavatnssýslu séu hafnar fræðilegar rannsóknir er fara fram undir heitinu Þingeyrarverkefnið. Verkefnið er þríþætt og miðar að uppgreftri minja er tengjast klaustrinu, greiningu gróðurfars á miðöldum í næsta nágrenni þess og athugun á handritamenningu miðalda.
Meira