A-Húnavatnssýsla

Jörð frá Koltursey hlauta hæsta dóm í flokki 6v hryssna

Í gær lauk dómum í flokki sex vetra hryssna á Landsmóti hestamanna 2016 sem fram fer á Hólum í Hjaltadal. Yfirlitssýningar verða svo á fimmtudag. Efst í þessum flokki er Óðinsdóttirin Jörð frá Koltursey með 8.67 í aðaleinkunn. Sýnandi er Daníel Jónsson en ræktendur Pétur Jónsson og Þórhallur Dagur Pétursson.
Meira

Gústaf Ásgeir og Póstur frá Litla-Dal leiða keppnina í ungmennaflokki

Forkeppni í ungmennaflokki lauk í gærkvöldi og er mjótt á munum á toppnum. Gústaf Ásgeir og Póstur frá Litla - Dal leiða en strax á hæla þeim koma Dagmar Öder og Glóey frá Halakoti. Aðeins munar 0,05 í einkunn á efsta sæti og fimmta sæti. Því stefnir í spennandi keppni í þessum flokki eins og oft áður á Landsmóti.
Meira

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hlotnast glæsilegur skautbúningur

Á fréttavef Austur Húnavatnssýslu kemur fram að á fimmtudaginn 23. júní, hafi Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi fengið til eignar glæsilegur skautbúningur/kyrtill.
Meira

EM stofur á ýmsum stöðum

Skagfirðingar og Húnvetningar verða með sínar eigin EM stofur á ýmsum stöðum á svæðinu í kvöld þegar leikur Íslands og Englands í 16 liða úrslitum á EM verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Meira

Markaðstorg rís við Húnabúð

Samkvæmt frétt á Huni.is hafa þau Sigurlaug og Sigurður í Húnabúð, Blönduósi, hug á að koma á legg markaðsdögum fyrir framan verslunina sem yrði vikulegur viðburður. Framkvæmdum er nú að ljúka en stefnt er á að malbika og helluleggja í næstu viku og að skjólgirðing rísi í framhaldinu sem afmarkar svæðið.
Meira

Tillögum stjórnvalda um fjármálastefnu og fjármálaáætlun fagnað af stjórn SSNV

Fjárlaganefnd Alþingis óskaði eftir umsögn um tillögur til þingsályktana um fjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 og fjármálastefnu fyrir 2017-2021 en þær voru lagðar fram á alþingi í apríl síðastliðnum. Stjórn SSNV hefur nú skilað af sér umsögn en þar fagnar stjórnin tillögunum.
Meira

„Síðustu tíu mínúturnar voru nánast óbærilegar“

Mæðgurnar Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitastjóri í Húnaþingi vestra, og Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir eru staddar á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Þær verða á leik Íslands og Englands á Riviera-vellinum í Nice í kvöld og munu hvetja liðið áfram ásamt ríflega 3000 öðrum Íslendingum. Feykir ræddi við Guðnýju sem var á leik Íslands og Austurríkis síðastliðinn miðvikudag.
Meira

Vélhjólamaður festi hjól sitt á Arnarvatnsheiði

Björgunarsveitin Húnar og Björgunarfélagið Blanda voru kallaðar út til leitar á erlendum vélhjólamanni að Arnarvatnsheiði á laugardagskvöld, ásamt Björgunarsveitinni Ok. Samkvæmt Facebook-síðu Húna hafði vélhjólamaðurinn óskað aðstoðar og var einnig búinn að festa hjól sitt, en gat ekki gefið greinargóða lýsingu á staðsetningu sinni.
Meira

Mjólkandi hryssu leitað fyrir móðurlaust folald

Leitað er að mjólkandi hryssu fyrir folald sem missti móður sína í nótt og vantar móðurást og umhyggju. Folaldið er Uppsölum í Austur-Húnavatnssýslu. „Ekki vill svo til að einhver viti um/eða sé með hryssu sem að hefur misst og gæti tekið það að sér?“ segir í tilkynningu frá Söru á Uppsölum.
Meira

Kjördeildir á Norðurlandi vestra

Íslendingar kjósa sér nýjan forseta í dag. Alls eru níu í framboði. Þeir sem eru í framboði eru:
Meira