Greinar

Ferðaþjónustan kemur saman að nýju

Stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi verður haldinn nú í vikunni. Fimmtudaginn 24. mars koma hátt í þúsund manns saman á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofa landshlutanna sem haldin er árlega. Á Mannamótum koma ferðaþjónustufyrirtæki úr öllum landshlutum saman til að kynna þjónustu sína og vörframboð fyrir fólki í ferðaþjónustu sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu. Stór þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir erfiðleika síðustu tveggja ára er að vinna þétt saman í nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Þarna myndast mikill suðupottur hugmynda og verkefna, bæði á milli landshluta en einnig innan svæða.
Meira

Hélt upp á sextugs afmælið á Elland Road í íslenskum norðanbyl - Liðið mitt Hólmgeir Einarsson, sjávardýrasali - Leeds

Hólmgeir Einarsson þekkja margir og tengja við Fiskbúð Hólmgeirs í Mjóddinni í Reykjavíkinni og titlar sig sjávardýrasala. Hann er fæddur og uppalinn á Hofsósi, vann þar mest við fisk, fiskverkun og var lengi til sjós ásamt því að hafa verið verkstjóri hjá Hraðfrystihúsinu á Hofsósi. Þá lá leiðin suður fyrir rúmum 34 árum síðan og þar er hann enn. Guðmundur Sigurbjörnsson, sveitungi hans frá Hofsósi, skoraði á hann að svara spurningum í Liðinu mínu hér í Feyki.
Meira

Aðstaða og aðgengi: Leiðin til árangurs :: Greta Clough skrifar

Matthew Syed, margfaldur breskur meistari í borðtennis og virtur íþróttafréttamaður þar í landi, veltir því fyrir sér í bók sinni Bounce: The Myth of Talent and the Power of Practice hví gatan sem hann ólst upp við í Brighton hafi alið af sér fleira afreksfólk í borðtennis en á Bretlandseyjum samanlagt.
Meira

Innrásin í Úkraínu – mannréttindi og NATO-aðild Íslands

Pútín Rússlandsforseti hefur hafið styrjöld í Evrópu gegn frjálsri og fullvalda þjóð, tilverurétti hennar og mannréttindum. Átökin ógna friði í heiminum enda er engin vissa fyrir því að þau takmarkist við Úkraínu. Innrásin er brot á alþjóðalögum sem samskipti þjóða byggjast á og samningum sem Rússar hafa undirgengist. Í Búdapest samningnum frá 1994 lofuðu Rússar og stórveldin að virða sjálfstæði og landamæri Úkraínu.
Meira

Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi

Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. Eitt fyrsta og brýnasta verk sjávarútvegsráðherra VG var að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðum um 1500 tonn, þrátt fyrir að kosningabarátta flokksins í Norðvesturkjördæmi sl. haust hefði byggst sérstaklega á hátíðlegum loforðum um eflingu strandveiða og sjávarbyggða.
Meira

Í vinnumennsku á Sjávarborg :: Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar – 1. hluti

Höfundur minningabrotanna frá Sjávarborg, Kristrún Örnólfsdóttir fædd á Suðureyri við Súgandafjörð 1902 dáin 1978. Kristrún var elst 13 barna foreldra sinna. Nám aðeins í barnaskóla. Fór 16 ára að heiman sem vinnukona í sveit og bæ næstu 7 árin, m.a. vinnukona í Reykjavík frostaveturinn, spænskuveikina og fullveldisárið 1918, sem hún skrifaði minningar um.
Meira

Jökulárnar í Skagafirði | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Unnið hefur verið að áætlunum um virkjanir í Jökulsánum í Skagafirði í hartnær hálfa öld. Krafa um virkjun verður sífellt háværari, umræðan um orkuskort vex og virkjanaglöðum sveitarstjónarmönnum verður tíðrætt um glötuð tækifæri í héraði vegna orkuskorts. En þó eru ekki allir sveitarstjórnarmenn á þeim buxunum...
Meira

Er samráðsskyldan uppfyllt í sveitarfélaginu?

Allt frá árinu 2018 hefur verið lögbundin skylda á sveitarfélögum að starfrækja notendaráð til að tryggja samráð notenda félagsþjónustu við stefnumörkun og áætlanagerð. Árið 2019 sendi Öryrkjabandalag Íslands erindi á alla sveitarstjóra landsins þar sem brýnd var fyrir þeim skyldan til þess að koma notendaráðum á laggirnar og tryggja þannig samráð fatlaðra íbúa sveitarfélagsins og hagsmunasamtaka fatlaðs fólks.
Meira

Kreppa í aðsigi – Leiðari Feykis

Enn er barist í Úkraínu hvar Pútín þenur vítisvélar sínar sem aldrei fyrr. Fyrir eru hugdjarfir heimamenn sem staðráðnir eru í að verjast fram í rauðan dauðann og vonast eftir aðstoð annarra Evrópuríkja og jafnvel Bandaríkjanna. Af fréttum að dæma er lítil von um hernaðarlega íhlutun annarra ríkja í öðru formi en útvegun vopna eða hernaðartækja til varnar. Spurning hvað það dugar lengi gegn öflugum rússneskum her sem staðráðinn er í að ná yfirráðum í landinu hvað sem það kostar.
Meira

Lögreglustarfið - Margrét Alda Magnúsdóttir skrifar

Lögreglustarfið hefur lengi heillað mig. Starfið getur bæði verið krefjandi og gefandi og þú veist aldrei hvað bíður þín þegar þú mætir á vaktina. Verkefnin sem upp koma eru fjölbreytt. Þú getur enn fremur þurft að hafa afskipti af fólki á þeirra verstu stundum en einnig aðstoðað á góðum stundum.
Meira