Greinar

Torskilin bæjarnöfn :: Vindhæli á Skagaströnd

Jafnvel þótt nafnið sje vel skiljanlegt í þessari mynd, er það að nokkru breytt og hefir táknað annað upphaflega. Elzta brjefið um nafnið er Auðunarmáldagi l3l8 (DI. II. 470): Vindel-, er það furðanlega rjett, því margt er misritað í Auðunarbók. 75 árum síðar er þannig stafsett í Pjetursmáldögum (DI. III. 55): „Spákonufellskirkja á hrýs fyrir utan götu þá er liggur frá Vindælisgardi í Stapa.“
Meira

Stríð í Evrópu :: Leiðari Feykis

Það er óhugnalegt til þess að hugsa, og jafnframt afar þungbært, að loks þegar við sjáum fyrir endann á þeim heimsfaraldri sem hefur haldið jarðarbúum í nokkurs konar heljargreipum í tvö ár með öllum þeim gríðarmiklu mannfórnum og efnahagsþrengingum sem honum fylgir, skuli heimsbyggðin svo vakna upp við þann vonda raunveruleika að stríð sé skollið á í Evrópu.
Meira

Öll orka Blönduvirkjunar tapast á ári hverju!

Um langt árabil hefur það verið baráttumál sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að orka sem framleidd er í Blönduvirkjun nýtist til atvinnu- og verðmætasköpunar heima í héraði. Alþingi veitti því sjónarmiði heimamanna viðurkenningu með samþykkt þingsályktunar um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu til atvinnuuppbyggingar árið 2014.
Meira

Saga hrossaræktar – reiðhrossamarkaðir erlendis :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var gerð grein fyrir þróun hrossamarkaðanna innanlands og til útlanda fram á miðja síðustu öld, í greininni kom m.a. fram að á tímabilinu 1850 – 1949 fóru samtals 150.400 hross utan. Að stofni til var um að ræða unghross alin upp í stóði og af mjög breytilegum gæðum, flest voru nýtt sem vinnuhross; í námum Bretlandseyja, hjá dönskum smábændum m.a. og þá í fjölþættri vinnu eða sem lipur reiðhross, t.d. fyrir krakka á leið í skólann eða fyrir ráðsmenn og aðra verkstjórnendur á búgörðum. Sum náðu svo enn lengra og voru jafnvel seld af landinu sem úrtöku reiðhross. Enda var þá þegar orðin töluverð reiðhestaeign í landinu; hafði raunar alltaf verið nokkur en fór vaxandi, m.a. við það að velmegandi hestelskum borgurum fjölgaði.
Meira

Horft til framtíðar - Leiðari Feykis

Þá er það ljóst að Skagfirðingar eru sameinaðir í eitt sveitarfélag eftir kosningar helgarinnar og Húnvetningar til hálfs í Austursýslunni. Margir vilja meina að hér hafi verið stigið stórt framfaraskref fyrir viðkomandi samfélög íbúum öllum til heilla. Aðrir eru efins og óttast að þeirra hlutur muni skerðast í stærra sveitarfélagi.
Meira

Ég er Íslendingur! Áskorandinn Laufey Kristín Skúladóttir

Ég var eitt sinn spurð að því á kaffistofu á Sauðárkróki hvaðan ég væri. Hvort ég væri Skagfirðingur. Þær samræður fóru svo yfir í það hvað þyrfti til til að geta talist Skagfirðingur, hvort það væri nóg að manni fyndist það sjálfum eða hvort það þyrfti að uppfylla einhverjar tilteknar kröfur. Um það voru skiptar skoðanir, eins og vera ber.
Meira

Korter í kosningu! - Áskorendapenninn Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Blönduósbæjar

Tek við áskorun frá Jóni Erni, félaga mínum í sveitarstjórn á Blönduósi, og skora svo á Ragnhildi Haraldsdóttir í sveitarstjórn Húnavatnshrepps. Kosið verður um sameiningu sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar nú um komandi helgi, laugardaginn 19. febrúar. Þar sem ég er einn af nefndarmönnum Blönduósbæjar hef ég fyrir mitt leyti sterka skoðun á því hvort eigi að sameina eður ei. Í nefndarstörfum þessarar nefndar hefur verið góður samhljómur að ég tel og allir með sama markmið: Hvernig getum við styrkt samfélagið okkar og hvernig getum við unnið að uppbyggingu þess áfram?
Meira

„Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig“ :: Áskorandinn Jón Örn Stefánsson Blönduósi

Nú á dögunum tók ég áskorun Ólafs Magnússonar, óðalsbónda á Sveinsstöðum um að rita nokkur orð undir liðnum „Áskorendapenni Feykis“. Það á ekki að vefjast fyrir okkur, ef á annað borð maður getur ákveðið hvað skal skrifa um, því af mörgu er að taka í samfélaginu okkar hér á Norðurlandi vestra.
Meira

Mætum á kjörstað – Leiðari Feykis

Það fer líklega framhjá fáum þessa dagana að sameiningarkosningar eru framundan hjá íbúum Skagafjarðar og hluta Austur-Húnavatnssýslu. Þessar kosningar varða miklu um framtíð sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduóss annars vegar og Skagafjarðar og Akrahrepps hins vegar, og í raun hvort sameiningar fari fram með vilja íbúanna næsta laugardag eða með lögþvinguðum aðgerðum síðar meir eins og búið er að boða af ríkisvaldinu.
Meira

Sitthvað um sameiningu sveitarfélaga - Áskorandi Ólafur Magnússon Sveinsstöðum

Það styttist í það að við sem búum í Húnavatnshreppi og Blönduósbæ fáum að kjósa um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. Ég hef beðið lengi eftir þessum degi og var í raun svo bjartsýnn að halda að við myndum vera búin að sameinast fyrir mörgum árum.
Meira