Rannsakar þorra Hollendinga

Elías Benjamínsson hefur komist að því að Hollendingar halda sinn þorra. Hann hefur stundað rannsóknir á þeirra högum undanfarin ár og sagðist hafa endanlega sannfærst um þetta eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á síðasta ári.

-Þetta hefur verið mitt rannsóknarverkefni í 15 ár að finna út úr því hvort að fleiri þjóðir en Íslendingar haldi þorrann hátíðlegan. Ég hef fengið styrki víða og náð að ferðast um heiminn í þessum rannsóknum mínum. Ég sannfærðist síðan um þetta með Hollendingana, eftir mikla fjölmiðlaumræðu á síðasta ári. Þar var nefnilega alltaf talað um "Þorra Hollendinga". Það er því alveg deginum ljósara í mínum huga að við erum ekki eina þjóðin sem heldur upp á Þorrann, sagði Elías við Dreifarann.

Hann sagðist líka hafa heyrt um Þorra múslima og hefur mikinn áhuga á að næla sér í fleiri styrki til að geta rannsakað þeirra siði og venjur í tengslum við þorrann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir