17. júní á Blönduósi

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur um allt land þann 17. júní næstkomandi. Í nýjasta tbl. Gluggans kemur fram að á Blönduósi verða ýmsar skemmtilegar afþreyingar í boði s.s. skrúðganga, börnum boðið að fara á hestbak, útsýnisflug og margt fleira.

Kl. 8:00

Fánar dregnir að hún

Kl. 10:00-11:00

Börnum boðið á hestbak hjá hestaleigunni Galsa Arnargerði.

Kl. 12:30-13:30

Andlitsmálun fyrir utan SAH afurðir, helíumblöðrur og annað sem tilheyrir verður til sölu (ekki tekið við greiðslukortum)

Kl. 13:30

Skrúðganga frá SAH afurðum á Bæjartorg

Á Bæjartorgi verður hátíðardagskrá;

Hugvekja – Séra Sveinbjörn Einarsson

Fjallkonan

Hátíðarræða

Tónlist

Leikir fyrir börn á Þríhyrnutúni

Kl. 14:30-16:00

Kaffisala í Félagsheimilinu, vöfflu/kökukaffi (ekki tekið við greiðslukortum)

Nýleg barnamynd verður sýnd í félagsheimilinu meðan á kaffisölu stendur.

Útsýnisflug

Boðið er upp á útsýnisflug ef veður leyfir. Styttri flugtúr kr. 2.000 pr. mann lengra flug 2.500 pr mann. Æskilegt en ekki nauðsyn að þrír bóki saman í hvert flug en ef 3 bóka saman lækkar gjaldið pr. mann um 500 kr. Skráning í síma 898 5695

Ef veður leyfir verður einnig flogið frá kl. 16:00 þann 16. júní og hægt er að fá flug sunnudaginn 15. júní. Sundlaugin verður opin frá kl. 10:00 – 16:00.

Fleiri fréttir