48 þúsund lítrar af mjólk í sjóinn

Aðfararnótt miðvikudags kom upp bilun í mjólkursílói við Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga í fyrrinótt og varð til þess að 48 þúsund lítrar af mjólk fóru til spillis. Uppgötvaðist þetta þegar starfsmenn mættu til vinnu í gærmorgun.

Að sögn Magnúsar Freys Jónssonar forstöðumanns samlagsins má segja að þetta sé bara dropi í hafið, en unnir eru um 16 milljónir lítra af mjólk á ári hjá samlaginu. Magnús vildi ekki tjá sig um fjárhagslegt tjón vegna þessa.

Fleiri fréttir