49 manns í einangrun á Norðurlandi vestra og 88 í sóttkví

Tafla aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra 13. janúar 2022.
Tafla aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra 13. janúar 2022.

Í  tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra nú í morgun segir að 16 ný smit í umdæminu hafi greinst í gær og þar af sex utan sóttkvíar. Alls eru 49 manns í einangrun á Norðurlandi vestra og 88 í sóttkví. „Þetta er verkefni okkar allra, munum sóttvarnirnar,“ segir á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Landspítali er sem fyrr á neyðarstigi en á heimasíðu hans má sjá að nú liggja 43 sjúklingar á Landspítala með COVID-19, sex eru á gjörgæslu og fjórir þeirra í öndunarvél. Á COVID-göngudeild spítalans eru alls 8.284 sjúklingur, þar af 2.588 börn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 323 innlagnir vegna COVID-19 á spítalanum og er meðalaldur innlagðra 63 ár. Karlmaður á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær af völdum COVID-19 og hafa því 42 látist á Íslandi vegna veikinnar skv. covid.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir