550 krakkar tóku þátt í Smábæjaleikunum á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
26.06.2014
kl. 08.52
Elleftu Smábæjaleikar Hvatar voru haldnir í fínu veðri á Blönduósi um sl. helgi. Samkvæmt heimasíðu Hvatar tóku 76 lið þátt frá 15 félögum vítt og breytt um landið. Keppendur voru um 550 auk þjálfara og liðstjóra að ógleymdum foreldrum og forráðamönnum.
„Því er óhætt að áætla að íbúafjöldi á Blönduósi þessa helgi hafi að minnsta kosti þrefaldast. Við sama tilefni var tekið í notkun nýtt hús á Blönduósvelli sem risið hefur síðastliðnar vikur og þar eru salerni fyrir völlinn ásamt geymsluhúsnæði sem hýsti líka sjoppu leikanna,“segir á vefnum.
Hægt er að nálgast úrslit á heimasíðu Hvatar á undir Smábæjaleikar 2014.