90 ára afmæli Hvatar fagnað í dag
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
30.12.2014
kl. 09.46
Í tilefni af 90 ára afmæli félagsins á árinu verður Ungmennafélagið Hvöt á Blönduósi með opið hús í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi, þriðjudaginn 30. desember kl. 16:00 – 18:00.
Boðið verður upp á kaffiveitingar fyrir gesti og margt til gamans gert, svo sem kynningar á starfsemi félagsins og frítt í sund fyrir félagsmenn á sama tíma. Allir eru velkomnir í íþróttahúsið.