Á ég að gæta hans? Menningararfurinn á breytingatímum
Laugardaginn 7. september næstkomandi verður haldið málþing í Kakalaskála, sem ber yfirskriftina „Á ég að gæta hans? Menningararfurinn á breytingatímum“. Dagskráin er fjölbreytt og verður menningararfurinn á umbrotatímum helsta umfjöllunarefnið.
Dagskráin hefst kl. 14 og er sem hér segir:
14:00 Guðný Zoëga deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga: Miðaldafjölskyldur - vitnisburður beina úr skagfirskum miðalda kirkjugörðum
14:30 Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður: Um fornleifarannsóknina í Viðey. Þráðurinn tekinn upp þremur áratugum síðar
15:00 Kaffihlé
15:30 Sigríður Sigurðardóttir aðjúnkt við Háskólann á Hólum: Hvað er nógu spennandi? Markaðsvæðing menningararfs
16:00 Guðmundur Stefán Sigurðarson minjavörður Norðurlands vestra: Menningarminjar og loftslagsbreytingar
Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur stjórnar málþinginu og eru allir velkomnir í Kakalaskála. Aðgangur ókeypis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.