Aðalfundur Skagfirðingasveitar
feykir.is
Skagafjörður
02.05.2020
kl. 13.01
Aðalfundur Skagfirðingasveitar verður haldinn fimmtudagskvöldið 14. maí klukkan 20:00. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf þar á meðal kosning stjórnar.
„Við viljum hvetja alla sem hafa áhuga á að sinna stjórnarstörfum að skoða framboð. Vegna Covid stefnum við á að hafa fundinn inni í vélasal Sveinsbúðar Borgarmýri og verða sætum dreift með tilliti til tveggja metra reglunnar. Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta,“ segir í fréttatilkynningu frá stjórn björgunarsveitinni Skagfirðingasveit á Sauðárkróki.