Aðalfundir GSS Golfhermis og Golfklúbbs Sauðárkróks

Aðalfundur GSS Golfhermis verður haldinn að Hlíðarenda í dag, mánudaginn 8. desember, kl. 17.00 og munu fara fram hefðbundin aðalfundastörf. Aðalfundur Golfklúbbs Sauðárkróks fer svo fram á morgun, þriðjudaginn 9.desember, kl. 20:00. „Hvetjum sem flesta til að gefa kost á sér í nefndir og/eða bjóða sig fram í stjórn klúbbsins,“ segir á vef golfklúbbsins.

Samkvæmt lögum GSS þá skal kjósa á næsta aðalfundi formann, gjaldkera, formann mótanefndar og formann vallarnefndar og er öllum frjálst að bjóða sig fram í þessi störf.

„Hvetjum við félagsmenn til að bjóða sig fram til nefndastarfa, til þess þarf ekki að hafa verið í golfi um lengri tíma heldur geta allir tekið þátt í starfi klúbbsins – vanir/óvanir, ungir/aldnir, konur eða karlar,“ segir á vefnum.

Dagskrá aðalfundar:

  • Skýrsla stjórnar og nefnda
  • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
  • Kosning stjórnar og varamanna.
  • Kosning í aðrar nefndir samanber 9.gr.
  • Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og tveir til vara.
  • Kosning fulltrúa Golfþing GSÍ og á þing U.M.S.S.
  • Ákvörðun inntökugjalds samkv. 3gr.
  • Ákvörðun félagsgjalda samkv. 5.gr.
  • Önnur mál.

 

Fleiri fréttir