Aðalfundur Leikfélags Blönduóss

Samkvæmt vef Húna verður aðalfundur Leikfélags Blönduóss haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi miðvikudaginn 18. júní og hefst hann klukkan 20. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf en að auki liggur fyrir að bera upp til samþykktar ný lög félagsins og eru félagsmenn hvattir til að mæta.

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Nýir félagar kynntir

3. Skýrsla formanns

4. Skýrsla gjaldkera

5. Afgreiðsla tillagna sem fundinum hafa borist, s.s. lagabreytingar o. fl.

6. Starfsemi næsta leikárs.

7. Kosning stjórnar, varastjórnar, endurskoðenda og varaendurskoðenda.

8. Önnur mál.

Léttar veitingar í boði

Fleiri fréttir