Aðventudagur í Grunnskólanum á Blönduósi n.k. sunnudag
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
18.11.2008
kl. 08.29
Aðventudagur foreldrafélags Grunnskólans á Blönduósi verður sunnudaginn 23. nóvember frá kl. 13:00 – 16:00. Dagskráin er nokkuð hefðbundin en á staðnum verður hægt að kaupa ýmislegt föndur, jólaskraut og piparkökur sem hægt er að skreyta á staðnum en einnig verður boðið upp á tónlistaratriði í boði Tónlistarskóla A-Hún.
Aðventudagurinn er dagur fyrir alla fjölskylduna, líka afa, ömmu og önnur viðhengi. Nemendur 10. bekkjar sjá um kaffisölu til fjáröflunar fyrir bekkinn og spil verða í boði fyrir þá sem ekki eru í föndurstuði.