Aðventuhátíð Blönduósskirkju

Sameiginleg aðventuhátíð Auðkúlu-, Blönduós-, Svínavatns-, Undirfells- og Þingeyrasóknar verður haldin í Blönduóskirkju sunnudaginn 7. desember klukkan 16.

Jón Aðalsteinn og sr. Edda Hlíf leiða stundina, fermingarbörn vorsins 2026 láta ljós sitt skína og Helga Margrét Jóhannesdóttir flytur hugleiðingu. Tónlistarflutningur verður í höndum kirkjukórsins, Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, Eyþórs Franzsonar Wechner og Louise Price.

Fleiri fréttir