Æfingabúðir með einum af aðalþjálfurum enska landsliðsins

Skotfélagið Markviss og Skotfélag Akureyrar fengu Allen Warren til landsins í dagana 22.- 25. september til að vinna með keppnisfólki félagsins og Skotfélags Akureyrar í undirbúningi fyrir næsta tímabil.

Að sögn Guðmanns Jónassonar hjá Skotfélaginu Markviss hefur Warren verið einn af aðalþjálfurum enska landsliðsins undanfarin ár, auk þess sem hann keppir sjálfur í skotfimi fyrir England og þjálfar úti um allan heim, m.a. á Caymaneyjum, Skotlandi, Uzbekistan og víðar.

Fleiri fréttir