Æfingabúðir siglingaklúbbsins

Í dag hefjast siglingabúðir siglingaklúbbsins Drangeyjar  á Sauðárkróki. Von er á um 30 þátttakendum víðsvegar af að landinu. Eru bæjarbúar boðnir velkomnir að koma við og kynna sér starfsemina á meðan á búðunum stendur og verður heitt á könnunni fyrir þá sem líta við.

Að sögn Ingvars Páls Ingvarssonar, sem er í stjórn siglingaklúbbsins, er um að ræða æfingabúðir á landsvísu og er reiknað með um 30 siglurum á aldrinum 10-20 ára. Hann segir að menn haldi sínu striki þrátt fyrir veðrið: „Það mun taka vel í seglin jú, veðrið hefur aldrei verið svo slæmt að það lagist ekki.“

Ingvar Páll vill hvetja bæjarbúa til að nota tækifærið og þiggja kaffisopa og kynna sér starfsemi klúbbsins. Aðstaða siglingaklúbbsins er við smábátahöfnina á Sauðárkróki.

Fleiri fréttir