Æskulýðsdagar norðurlands 2014

Hestamannafélagið Funi býður til hinnar árlegu fjölskylduskemmtunar Æskulýðsdaga norðurlands helgina 18.-20. júlí 2014 á Melgerðismelum í Eyjafirði.

Fjölbreytt dagskrá frá föstudegi til sunnudags fyrir alla fjölskylduna. Meðal annars verður farið í ratleik á hestum um Melana, fjölskyldureiðtúr upp í gömlu Borgarstéttina, þrautabraut, kvöldvaka, hringvallarkeppni og margt fleira.

Dagskránna er að finna inni á vef hestamannafélagsins Stíganda.

Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi í dag, fimmtudaginn 17. júlí á netfangið annasonja@gmail.com.

Fleiri fréttir