Ætti að vera hægt að fara til berja um helgina
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.08.2010
kl. 08.17
Spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra gerir ráð fyrir hægri norðlægri átt skýjuðu en úrkomulitlu veðri. Á morgun er hins vegar gert ráð fyrir að það létti til. Hiti verður á bilinu 5 til 12 stig.
Það ætti því að vera hægt að kíkja til berja um helgina.
Fleiri fréttir
-
Tindastólspiltar með sigur í fyrsta leik
Keppni í 3. deild karla í knattspyrnu fór af stað nú um helgina og í gær tóku Stólarnir á móti ágætu liði Ýmis úr Kópavogi. Leikið var við nánast fáránlega góðar aðstæður á Króknum, sól í heiði, logn og 12 stiga hiti og teppið fagurgrænt. Leikurinn var ágætur og úrslitin enn betri, sigur í fyrsta heimaleik, lokatölur 2-1 fyrir Tindastól.Meira -
Það verða læti!
Fjórði leikurinn í undanúrslitaeinvígi Tindastóls og Álftaness fór fram í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í kvöld: Það var frábær stemning og stuðningsfólk Tindastóls fjölmennto og var í góðum gír að venju. Leikurinn var hin besta skemmtun og enn betri fyrir gestina eftir því sem á leið leikinn. Það fór svo á endanum að Stólarnir sýndu sínar bestu hliðar og tryggðu sér þriðja sigurinn í einvíginu og þar með sæti í úrslitarimmunni. Lokatölur 90-105.Meira -
Stefnir á matvælafræði í haust en Listaháskólinn heillar líka
Hákon Snorri Rúnarsson er fæddur á Sauðárkróki árið 2006, sonur hjónanna Sólveigar B. Fjólmundsdóttur og Rúnars S. Símonarsonar. Í vor útskrifast Hákon af Heilbrigðisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri og hefur Hákon verið ansi virkur í félagslífinu með náminu og hefur hann látið til sín taka í stórum uppsetningum Leikfélagsins í skólanum. Feykir spjallaði við Hákon og forvitnaðist um hvað hann er búinn að vera að brasa og hvað sé framundan hjá þessum hæfileikaríka unga manni.Meira -
Hagnaður KS var 3,3 milljarðar á síðasta ári
Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga fyrir rekstrarárið 2024 var haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð þann 10. apríl 2025 og hófst kl. 12:00 með hádegisverði. Fram kom á fundinum að rekstartekjur síðasta árs voru um 55 milljarðar og höfðu hækkað um tvo milljarða frá fyrra ári. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, svokölluð EBITDA, var 7,4 milljarðar sem er lækkun um tæpan milljarð frá fyrra ári, en það ár var besti rekstrarárangur í sögu félagsins.Meira -
Skemmtileg kvöldstund í Bifröst | Kíkt í leikhús
Undirritaðar brugðu undir sig betri fætinum og renndu á krókinn í vor blíðunni til að sjá uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks á farsanum Flæktur í netinu eftir Ray Cooney í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Fínasta útfærsla og skemmtileg kvöldstund.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.