Afmælisundirbúningur í fullum gangi

Nemendur 1.-3. bekkjar tilbúnir með dúska fyrir skrúðgönguna. Myndir:FE
Nemendur 1.-3. bekkjar tilbúnir með dúska fyrir skrúðgönguna. Myndir:FE

Það er í ýmsu að snúast hjá nemendum Varmahlíðarskóla þessa dagana en þar standa nú yfir árlegir hreyfidagar. Meðfram þeim vinna þeir að undirbúningi fyrir afmælishátíð sundlaugarinnar í Varmahlíð sem fagnaði 80 ára afmæli í gær. Verður blásið til afmælisfagnaðar á morgun klukkan 14:00 sem hefst með skrúðgöngu frá skólanum en að henni lokinni verður dagskrá með stuttum ræðuhöldum, söng og dansi. Að dagskrá lokinni verður svo keppt í Grettissundi.

Tíðindamaður Feykis heimsótti skólann í morgun og tók meðfylgjandi myndir þar sem krakkarnir lögðu stund á sirkuslistir hjá Húlladúllunni, Unni Maríu Bergsveinsdóttur, ásamt því að æfa söng og dans fyrir hátíðahöldin á morgun og teikna myndir af draumasundlauginni til að sýna við þetta tækifæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir