Alvarleg bílvelta við Hveravelli

Þyrla landhelgisgæslunnar sótti erlenda konu sem slasaðist í bílveltu skammt frá Hveravöllum síðdegis í dag. Samkvæmt heimildum Rúv.is virðist sem konan, sem var ökumaður bifreiðarinnar, hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hann fór nokkrar veltur.

Konan slasaðist við það að kastast úr bifreiðinni en hún var ekki í belti. Hún var flutt með þyrlunni á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, ekki er vitað um hversu alvarleg meiðsli hennar eru að svo stöddu.

Farþegi í bílnum meiddist lítillega við bílveltuna en sú slapp mun betur því hún mun hafa verið í bílbelti. Bíllinn er gjörónýtur.

Fleiri fréttir