Átta í einangrun og einn í sóttkví á Norðurlandi vestra

Alls greindust 26 innanlandssmit sl. sólarhring og eru nú 542 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19. Ekkert nýtt smit greindist á Norðurlandi vestra en átta manns eru enn í einangrun, sex í Skagafirði og tveir á Hvammstanga. Frá mánudegi fækkaði í sóttkví á svæðinu úr sex niður í einn.

„Þetta þokast hægt og bítandi niðurávið hjá okkur, en megum þó ekki gleyma okkur í aðgæslunni. Munum sóttvarnirnar,“ segir í tilkynningu aðgerðarstjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra.
Á landinu öllu liggja nú 68 á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu en af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru 24 látin, samkvæmt tölum á covid.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir