Átta sækjast eftir starfi framkvæmdastjóra eldvarnasviðs á Sauðárkróki

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auglýsti starf framkvæmdastjóra eldvarnasviðs á Sauðarkróki snemma í júní með umsóknarfresti til 30. júní. Umsækjendur eru átta talsins.

Eftirfarandi aðilar sóttu um starfið: 

Ásgrímur Eiríksson, verkfræðingur
Björn Halldórsson, verkfræðingur
Grímur Kjartansson, verkfræðingur
Hannes Bjarnason, sérfræðingur MSc.
Kristján Carlsson Gränz, sérfræðingu MBA
Leo Sigurðsson, verkfræðingur
Pétur Valdimarsson, verkfræðingur
Þorgeir Margeirsson, verkfræðingur 

Feykir hefur áður sagt frá því að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hyggist flytja eldvarnasvið sitt í starfsstöðvar sínar á Sauðárkróki og jafnframt fjölga stöðugildum úr fjórum í átta á sviði brunaeftirlits og brunavarna. Skapast átta ný störf á Sauðárkróki við þessar breytingar.
/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir